Gálgaprjón
Gálgaprjón, prjónagjörningur hófst 21. desember 2013 í Gálgahrauni. 210 m náttúrverndar-trefill unnin af mörgum aðilum. Gjörningurinn endar 21. október 2014
Gálgaprjón (gallowknit) knitting performance: Started December 21st and ended October 21st 2014
Gálgaprjón (gallowknit) knitting performance: Started December 21st and ended October 21st 2014
Örlagavefur
2013. Örlagavefur á samsýningunni "Undir berum himni" í Reykjavík, Urðarstígur 7.
Örlagavefurinn var unnin í Króki, Garðaholti í Garðabæ árið 2009. Árið áður hafði ég útskrifast með MA gráðu í Textíllist frá Winchester School of Art. Þar hafði ég sökkt mig í Völuspá og velt fyrir mér völvunni sem að segir fyrir um framtíð mannanna.
Örlagavefurinn var unnin í Króki, Garðaholti í Garðabæ árið 2009. Árið áður hafði ég útskrifast með MA gráðu í Textíllist frá Winchester School of Art. Þar hafði ég sökkt mig í Völuspá og velt fyrir mér völvunni sem að segir fyrir um framtíð mannanna.
Eftir námið í Winchester þá fékk ég til afnota vinnustofu listamanna í Króki, gömlu koti, í Garðaholti í Garðabæ. Rýmið var undir einni burstinni og var mér að kostnaðalausu í boði Garðabæjar. Ég var mikið þakklát að hafa fengið að vera í Króki og þar gerðust hlutirnir eins og það hefði verið fyrirfram ákveðið. Krókur er minjasafn um síðustu ábúnendur þau Þorbjörgu Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. Það var margt skemmtilegt lesefni í stássstofunni m.a. heillaskeyti margra áratuga. Þar var líka Íslendingasagnasafn og Eddukvæði. Þar fann ég í Darraðaljóð sem ég hafði lesið nokkru áður. Úr varð að gera verk í anda Darraðaljóða.
Inngangur ljóðanna er svona:
Föstudagsmorgun varð sá atburður á Katanesi að maður sá er Dörruður hét gekk út. Hann sá að menn riðu tólf saman til dyngju einnar og hurfu þar allir. Hann gekk til dyngjunnar. Hann sá inn í glugg einn er á var og sá að þar voru konur inni og höfðu færðan upp vef. Mannahöfuð voru fyrir kljána en þarmar úr mönnum fyrir viftu og garn, sverð var fyrir skeið en ör fyrir hræl. Þær kváðu vísur þessar:
Vítt er orpið
fyrir valfalli
rifs reiðiský rignir blóði.
Nú er fyrir geirum
grár upp kominn
vefur verþjoðar
er þær vinur fylla
rauðum vefti
Randvés bana.
Inngangur ljóðanna er svona:
Föstudagsmorgun varð sá atburður á Katanesi að maður sá er Dörruður hét gekk út. Hann sá að menn riðu tólf saman til dyngju einnar og hurfu þar allir. Hann gekk til dyngjunnar. Hann sá inn í glugg einn er á var og sá að þar voru konur inni og höfðu færðan upp vef. Mannahöfuð voru fyrir kljána en þarmar úr mönnum fyrir viftu og garn, sverð var fyrir skeið en ör fyrir hræl. Þær kváðu vísur þessar:
Vítt er orpið
fyrir valfalli
rifs reiðiský rignir blóði.
Nú er fyrir geirum
grár upp kominn
vefur verþjoðar
er þær vinur fylla
rauðum vefti
Randvés bana.
Hrunið í algleymingi og orustur háðar á ýmsum vígvöllum á þingi, í fjármálaheiminum, á heimilum sem fóru í þrot og þar fram eftir götunum. Ég teiknaði helling með bleki og blýanti ég spann ull, varp / rakti í uppistöðu en ég lét lífinu eftir að vefa ósýnilegt ívaf í vefinn. Heilt sumar hékk þessi ullar uppistaða á vegg Urðarstígs 7 í alls konar veðrum og stóðst þau öll. Ríkistjórnin var glötuð en bandið það hélt velli. Urður er norn fortíðar og talan sjö er rammgöldrótt tala frá aldaöðli - engin tilviljun að þetta hús var valið til að bera verkið með góðvild eigandans.
Útiseta er forn leið til að tengjast náttúröflunum stunduðu völvur hana. Ég hef nýtt mér útisetu við spuna, meira að segja á tindi sjö fjalla. . Meira um útisetu.
Útiseta er forn leið til að tengjast náttúröflunum stunduðu völvur hana. Ég hef nýtt mér útisetu við spuna, meira að segja á tindi sjö fjalla. . Meira um útisetu.
2013: "The last goat". Muu maa (annað land) Haihatus, Joutsa í Finnlandi
Ég var ótrúlega heppin veturinn 2011-12. Haustið byrjaði á því að ég var atvinnulaus. Mér bauðst starf við þrif, sem ég var ekki alveg til í að taka, en þetta var tímabundið starf út mars en þá flutti stofnunin og voru aðrar lausnir við þrifin. Ég stökk á vinnuna, vann mikið heima við að vefnað og aðra sköpun og sótti um gestavinnuvöl listamanns í Haihatus í bænum Joutsa í Finnlandi - og fékk! Einnig fékk ég styrk sem að nægði fyrir leigunni í Haihatus Þetta var holl og skemmtileg dvölog ég fór úr mínum vefnaðakassa og gerði það sem sést á myndunum hér fyrir neðan. Ég var starfandi í Geitfjárræktarfélaginu á þessum árum og geitur voru og eru mér hugljúfar. Íslenski geitastofninn er í útrýmingarhættu og á þessum árum var staða þeirra krítís og endurspeglar verkið þá vá. Bandið var spunnið í halasnældu að þessu sinni og ekki ull heldur STRÝ af geitum. Gamlar borðplötur fékk ég í þessum ágæta lit og út í þær saumaði ég orð og geitur. Rammaði inn með gömlu notuðu timbri. Ég er með síðu um geitafiðu: Kasmírullar verkefni
Einnig gerði ég risageit í anda hvíta hestsins í Uffington, Englandi. En geitin er úr timbri sem ég reif af gafli húss sem er verið að gera upp. Sagaði í hæfilega bita og negldi saman 78 krossa til að gera krosssaumsgeit úti á túni.
Einnig gerði ég risageit í anda hvíta hestsins í Uffington, Englandi. En geitin er úr timbri sem ég reif af gafli húss sem er verið að gera upp. Sagaði í hæfilega bita og negldi saman 78 krossa til að gera krosssaumsgeit úti á túni.