Rósaböndin sem verða til sýnis á Hönnunarmars 2025 munu saman mynda óróa, en heild. Það verk heitir ,,Vor í lofti". Það verður hægt að kaupa stök stykki eftir sýninguna. Hvert stykki er einstakt. Þau geta minnt hvert á annað en ekkert er alveg eins.
Verðið á þeim verður:
ca 18x24 cm: 13000 krónur
ca 18x42 cm: 23000 krónur
Ofið úr gallabuxum ca 18x25 cm: 9900 krónur.
Hafðu samband við mig í síma (ég er á ja.is), með messenger eða tölvupósti.
Verðið á þeim verður:
ca 18x24 cm: 13000 krónur
ca 18x42 cm: 23000 krónur
Ofið úr gallabuxum ca 18x25 cm: 9900 krónur.
Hafðu samband við mig í síma (ég er á ja.is), með messenger eða tölvupósti.
Hvað eru þessi rósabönd?
Rósaböndin mín eru ofin úr tuskum eins og flest allt sem ég vef. Þessi rósabönd eru um 18 cm breið og þau styttri 24 cm löng en hin lengri í kringum 42 cm á lengd.
Vendin, eða hvernig uppistaða og ívaf bindast saman kallast rósaband/rósabönd, rosengång/ rosepath/ ruusukas/ krokbragd og er þetta upptalning á þeim tungumálum sem ég veit um heiti rósabands. Einhverra hluta vegna er ég veik fyrir þessari vend, þó ég hafi alls ekki ætlað mér það fyrir 40 árum síðan þegar ég lærði að vefa. Það var eitthvað svo gamaldags og kellingalegt - en sko til ég er orðin miðaldra kelling :)
Þau eru í senn nytjahlutir og myndlistaverk. Hvert lítið stykki er einstakt, á sér engann sér líkan- en getur átt sér álíka frænku í hópnum.
Uppistaðan er blá og stundum gulleit, og það eru þræðirnir sem að standa uppi í vefstólnum þegar ofið er. Bandið í uppistöðuna var ekki sérstaklega keypt til að nota í þessa vefi heldur er hið blá gamalt uppstöðuband sem ég keypti árið 1984 þegar ég óf áklæði á sófa eftir pöntun. Það varð afgangur og ég hef geyt hann í öll þessi ár sem eru orðin fjörtíu!
Ívafið er það sem kallast á finnsku poppana. Hef ekki fundið betra orð á öðrum þeim tungum sem ég tala. En orðið ku vera úr rússnesku og þýða ábreiða. Efnið er skáklipptar tuskur sem ég sker niður í hæfilega breidd.
Ég geng frá endunum með því að flétta með uppistöðinni meðfram endanum - kallast á sænsku orientalisk fläta.
Það er mikið lagt í hvert lítið rósabandsstykki.
Vendin, eða hvernig uppistaða og ívaf bindast saman kallast rósaband/rósabönd, rosengång/ rosepath/ ruusukas/ krokbragd og er þetta upptalning á þeim tungumálum sem ég veit um heiti rósabands. Einhverra hluta vegna er ég veik fyrir þessari vend, þó ég hafi alls ekki ætlað mér það fyrir 40 árum síðan þegar ég lærði að vefa. Það var eitthvað svo gamaldags og kellingalegt - en sko til ég er orðin miðaldra kelling :)
Þau eru í senn nytjahlutir og myndlistaverk. Hvert lítið stykki er einstakt, á sér engann sér líkan- en getur átt sér álíka frænku í hópnum.
Uppistaðan er blá og stundum gulleit, og það eru þræðirnir sem að standa uppi í vefstólnum þegar ofið er. Bandið í uppistöðuna var ekki sérstaklega keypt til að nota í þessa vefi heldur er hið blá gamalt uppstöðuband sem ég keypti árið 1984 þegar ég óf áklæði á sófa eftir pöntun. Það varð afgangur og ég hef geyt hann í öll þessi ár sem eru orðin fjörtíu!
Ívafið er það sem kallast á finnsku poppana. Hef ekki fundið betra orð á öðrum þeim tungum sem ég tala. En orðið ku vera úr rússnesku og þýða ábreiða. Efnið er skáklipptar tuskur sem ég sker niður í hæfilega breidd.
Ég geng frá endunum með því að flétta með uppistöðinni meðfram endanum - kallast á sænsku orientalisk fläta.
Það er mikið lagt í hvert lítið rósabandsstykki.
Þvottur
Eftir þvott þá verða litlu rósaböndin loðin og mykri en þegar þau koma beint úr vefstólnum. Þau eru úr 100% bómull að ég best veit, ég les bleðilinn sem er saumaður á flíkunum og er hæg að þvo. Best er að leggja í bleyti með mildri þvottasápu. Eftir korter í bleyti er gott að nudda með höndum, sérstaklega ef það voru blettir. Ekki þvo oft á ári, einu sinni til tvisvar er nóg. Kannski á tíu ára fresti ef þau eru höfð uppi á vegg til skrauts.
Önnur rósabönd
Ég hef ofið rósaband áður. Þá voru það stórar mottur sem hlutu nöfnin Haust, Vor, Nóvember og þar fram eftir götunum. Haustið ætlaði ég aldrei að láta frá mér en í vetur kom kona í Weberstrasse sem að langaði virkilega í Haust og eftir nokkra umhugsun lét ég tilleiðast.
Hér fyrir neðan geturðu skoðað Haust, Vor og Nóvember en allar þrjár mottur eru fluttar að heiman. Ljósmyndirnar tók Kristín Bogadóttir ljosmyndari.