,Fyrir áramótin auglýsti ég á FB eftir köflóttum skyrtum. Svör bárust fljótlega og ég sótti skyrtur heim til fólks og nokkrir komu færandi hendi. Hér er afrakstur köflóttra skyrta sem ég hef sneitt niður og ofið úr. Einn bútur verður á lítlli samsýningu Textílfélagsins í Hönnunarsafninu Garðatorgi í maí held ég, að minnsta kosti á að skila inn verkunum 27. mái eða eitthvað þannig. Svo getur verið að bútnum mínum verði hafnað. Best að undirbúa sig undir hið leiða.
Ég hef alltaf haft mest gaman af að vefa þykkar tuskumottur sem sumar prýða veggi, aðrar gólf eða húsgögn. Ég á heilmikinn efnivið sem ég og mamma höfum skorðið og klippt niður gegnu tíðina í mátulega þykkar lengjur. En þetta skyrtuverkefni er öðruvísi. ívavið er er þynnra og sama er að segja um uppistöðuna og ég þurfti að gera nokkrar prufur til að átta mig á þykkt, skrepp, þan, tog og margt fleira sem varðar efnið. Áttaði mig á því að ég þekki þykkt uppistöðugarn ansi vel, sú þekking hefur verið frekar ómeðvituð. Fyrir mörgum árum sagði kollegi í textíllist að sér fyndist ég ætti að víkka sjóndeildarhringinn og vefa úr einhverju öðru en tuskum. Ég svaraði því til að enn ætti ég eftir að prufa fullt af möguleikum sem að tuskuvefur byði upp á. Núna nokkrum áratugum seinna er ég enn í þeim sporum að eiga eftir ýmislegar aðferðir í tuskuvef. Þessa lengju, sem sést á myndunum hér fyrir ofan, hafði ég upphaflega ætlað að nota sem efni í flík á sjálfa mig. En þegar ég hafði fellt vefinn og ég sá hann allan í fyrsta sinn, þá laust nokkrum hugmyndum niður og ég tími ekki að klippa í búta og saum flík sem stendur. Þegar ég sýndi kollegu minni Katalín lengjuna var hún sama sinnis. Þetta verk heldur áfram.
0 Comments
|
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
June 2024
|