Ég hef svo lengi sem ég man verið thrifty eins og það heitir á ensku. Fyrsta sinnið sem ég snerti vefstól átta ára gömul þá var tuskuvefur í stólnum og það heillaði mig gjörsamlega að hægt væri að nýta gamlar flíkur í annað eins merkilegt fyrirbæri. Ég man eftir skautaferðalagi með skólanum þegar ég var yngri en tíu ára. Báðir foreldrarnir að heiman í vinnu og ullarsokkarnir götóttir! Ég snaraðist til og heklaði tvær bætur og saumaði þær á hælana. Treysti mér frekar í það verk heldur en að fara að stoppa sem var mikið vandaverk. Þetta voru dökkblárir ullarsokkar og bæturnar rauðar úr ´bomulalrbandi. Skautaferðalagið varð vel heppnað í minningunni. Ég man þegar ég var um 10 ára eða 11 að ég velti fyrir mér hvort það væri ekki hægt að eta upp til agna pinnan í íspinnanum, en þeir voru úr timbri. Ég gerði tilraun en átið gekk of hægt og þetta var ekki gott. Ég man eftir að hafa pælt í jógúrtdósum tómum. Fyrst þegar jógúrt kom á markaðin á Íslandi þá var hún í þykkum fínum dósum sem var safnað á mörgum heimilium. Góðar dósir hvítar. Þykkt plast. Mikið notað undir pensla, olíur og annað slíkt heima hjá foreldrum mínum. Ég man eftir að hafa rætt við pabba minn um það að við gætum sleppt því að kaupa bolla og glös en aðeins nýtt okkur dósirnar.
Við systur gengum oft í fötum af öðrum, fín óslitin föt orðin of lítil á fyrri eiganda. Systir mín gekk síðan líka í fötum af mér. Henni fannst þetta miður og langaði í nýtt. Auðvitað var ég líka gelgja og þurfti að eignast Wrangler eða Lívæs buxur og margt annað sem að unglingur heldur að muni gera líf hans betra og vænna og ég tala ekki um að verða kynþokkafyllri í réttum klæðum. Þetta kæfði mig samt ekki. Ég man eftir peysu sem að Edda systir mín átti í mynstri Bandaríska fánans. Hún hætti að nota um 10 ára aldur og ég fékk hana. Mér fannst peysan mega flott, úr einhverju ókennilegu efni, þröng og smart utanum grannt mitti og nettan barm. Í stuttu máli sagt; mér hefur næstum alltaf þótt fínt að ganga í fötum af öðrum og að nýta það sem er við hendina þegar samferðarmenn mínir í lífinu hafa sumir skammast sín fyrir slíkt. Fundist það vera fátækrastimpill Vegna alls hins ofannefnda og meiru til er ég svo stolt yfir tuskuvefunum mínum. Ég held að verkin mín séu einstök, að minnsta kosti á þessari eyju kannski víðar. Hvað eru margir að gera list úr köflóttum skyrtum? Uppeldið var ekkert ýkt endurvinnslulegt en einhvers staðar fann ég þessa hugsun, systir mín alin upp á sama heimili er ekki alveg svona eins og ég.
0 Comments
|
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
October 2024
|