Ég var að dunda mér alls konar garðvinnu þegar færi gafst á sunnudaginn var. Ég var meðal annars að klippa gras, leggja í það í beðin, þrífa garðverkfæri,bera olíu á timbur, hengja út lak og svara skilaboðum frá vinkonu í Finnlandi. Þetta var gæðastund ekki á tindi fjalls, ekki á fjarlægum slóðum og ekki á mannfagnaði. Gæðastundir ein við ýmis verk heima við. Tók þessa mynd til að senda vinkonu minni í Finnlandi að gamni. Þegar ég svo rýndi í myndina næsta dag þá varð ég svo ánægð með útkomuna. Skugginn á lakinu er algjörlega toppurinn svo og dollan á þaki verkfæraskúrsins. Er þetta aldur og reynsla eða hvað, að ég er svo feykna ánægð við að vera ein heima við að vinna ýmis verk svo sem í garðinum eða vefstólnum?
0 Comments
Ég óf þennan votlendisfugl fyrir samsýningu Textílfélagsins fyrir tæpum tveimur árum síðan. Það var óheyrilega gaman að vefa þetta verk sem var eins konar framhald af vörðunum sem ég kláraði fyrir sextugsafmælissyninguna í Mosfellsbæ 2022. Ég hafði ekki ofið myndvef að kalla árum saman þegar ég byrjaði á wörðunum og þegar við vorum paraðar saman vegna sýningar Textílfélagsins Samtvinna þá æxlaðist samvinna okkar Guðrúnar Kolbeins þannig að úr varð fugl hjá mér. Hún var þegar að vinna eftir gömlum mynstrum og þar var einnig að finna fugla. Votlendisfuglinn minn er engin sérstök tegund þó hann eigi kyn til ýmissa votlendisfugla. Ég vildi að verkið enduspeglaði vætu, grænan gróður votlendis, fugls á vappi í ætisleit. Votlendi heimsins eru á undanhaldi og sama verður um margar fuglategundir sem reiða sig á votlendi til fæðisöflunar og sem búsvæði til að unga út. Ég vona að þið hafið jafn gaman af að renna í gegnum votlendisfuglamyndirar mínar af sýningunni Samtvinna. Stundum er hann algjörlega í mynd öðrum stundum rétt sést í hann, eins og oft er um fugla í t.d. votlendi. Verkið er ofið úr tuskum þ.e. notuðum flíkum og heimilistextílum sem ég hef klippt og skorið í lengjur: Endurnýting á háu stigi. Að klippa tuskur - Cutting Rags |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
October 2024
|