|
Þegar ég var átta ára var ég með fjölskyldunni í Finnlandi í páskaheimsókn hjá ömmu minni. Hún hafði keypt hús á æskustöðvunum í bænum Kristinestad í Austurbotni. Það var vetur þegar við komum, snjór yfir öllu og himnaríki fyrir átta ára barn sem hafði yndi af vetri. Við heimsóttum ættingja og vini mömmu. Ein þeirra sem við heimsóttum var Impi, tvímenningur ömmu. Immpi var sú frænka sem of mest og mamma fór að ræða við hana um gólfdregla. Impi óf alls konar en mikið af gólfdreglum úr tuskum, flíkum klipptum í lengjur; endurnýting flíka. Ég fékk að snerta vefstólinn, mamma varð fyrir hugljómum og tókm ynd af andratakinu sem ég snerti vefstól í fyrsta sinn á æfinnin. Ég man ekki eftir því að hú tók mynd, en ég veit að hún tók mynd, á slæds, pósítívu, mynd sem ég hef látið setja á stafrænt og birtist ykkur hér. Það eru margar leiðir í þessum vefnaðiÉg var átta ára þegar ég ákvað að ég ætlaði að læra að vefa og ég skyldi vefa með tuskum. Að vefa úr tuskum er í hugum margra einfaldasta leiðin til að vefa. Rífa niður tuskur vefa eitthvað gróft - eithvað sem er ódýrt. En þetta er ekki alveg einfalt. Ég ákvað fyrir löngu að lita ekki sjálf. Litun er alltaf mengun- og textíliðnaðurinn er frægur fyrir að vera einn mest mengandi iðnaður jarðar. Þar er notaði óhemjumagn af vatni, sem annars færi til drykkja, þar eru alls konar efni til að lita með og til að festa litinn með í tau eða bandi. Svartur litur er einna dýrastur í litun, krefst mikils litarefnis og góðra efna til að festa litinn. Svartur var litur spænsku konungsfjölskyldunnar á öldum áður. Iðnaðurinn litar alveg meira en nóg af flíkum og mér standa til boða flíkur í alls konar litum. Ég vinn þannig að ég safna litum. Síðan nota ég auga og að sjálfsögðu heilabú til að skapa heildir. Litavalið stjórnast að hluta til af því sem ég á til en líka af ákvörðunum mínum um hvernig ég set þá saman til að framkalla ákveðið sjónarspil. Ég hef tekið við gömlum flíkum gegnum tíðina til að skera niður í nothæft efni. Það er merkilegt að fólk heldur mjög oft að ég vilji sængurföt. En nei, sængurföt eru svo oft í fölum litum, sængurfatalitum, sem ég á nóg af á lagernum. Það sem er eftirsóknavert hjá mér eru flíkur úr 100% bómull, ekkert elastan takk fyrir, og í sterkum litum. Köflóttar vinnuskyrtur, 100% bómull, kjólar, blússur, pils og buxur og flestar flíkur sem eru saumaðar úr ofnu efnum og í sterkum litum og 100% bómull eru eftirsóknaverð á minum bæ. Gallabuxur 100% bómull. Úr hverju eru flíkurnar?Hvernig veit maður úr hverju flíkin er búin til? Það eru litlir miðar innan á flík þar sem er talið upp úr hvaða efni hún er og hvernig beri að þvo hana, strauja og annað um meðferð hennar. Ég kýs að vinna úr 100% bómullarefnum. En svei mér þá - önnur hver flík sem er á markaðinum ef ekki stærra hlutfall eru úr blönduðum efnum og þar trjónir hið ógeðslega elastan , teyguefnin sem sem að bjóða upp á að fataiðnaðurinn sparar í almennilegum sniðum- fleiri geta troðið sér í flík sem gefur eftir. Eru verkin mín dýr?Mörgum þykir mín verk kosta mikið- dýr verk. Að baki hverrar mottu eða vegghengis liggur vinna: Hugmyndavinna, vinnsla efnisins, enn meiri hugmyndavinna og ákvarðanir um stærð og gerð, samsetning lita, smasetningu efna. Að lítil motta kosti 50.000 krónur er ekki of dýrt kveðið. Fólk er tilbúið að borga meira fyrir mottur af sömu stærð því það vill svo til að hönnuðurinn er frægur- en viti menn- mottan er samt fjöldaframleidd! Mínar mottur eru einstakar - þær eru einstök listaverk hver og ein. Það er næsta ómögulegt að gera tvær alveg eins. Sá sem að festir kaup í verk eftir mig fær líka söguna sem fylgir henni. Ég vef ekki út í loftið heldur legg mig fram við að gera verk sem er marglaga, segja sögu, nýta efni, gleðja augað og síðast en ekki síst; nýta efni sem annars hefði lent á haugunum í fjarlægju landi. Hér sel ég verk mín - Selling my work Áminning Eitt af lögunum í mínum vefnaði hefur alltaf verið áminning til ykkar allra um sóun, sóun og sóun. Ég fæ oft að heyra; Anna María, þú ert svo nægjusöm. Ég er alls ekki nægjusöm ég á allt sem mig langar til að eiga og meira til.
Þvert á móti er það fjöldinn sem sem er samtaka um að loka augunum fyrir sinni gegndarlausu sóun.
0 Comments
|
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Categories
All
|
RSS Feed