Frá því ég var í barnaskóla, núorðið kallast það yngri deild grunnskóla, hjólaði ég frá heimilinu í skóla, síðar í vinnu og skóla utan Garðahrepps/Garðabæjar. Ég nota hjólaði jafnt vetur sem sumar og hjólaði ekki eingöngu að heiman í vinnu heldur kom ég líka við í verslunum og verslaði það sem þurfti til heimilisins. Hjólið var sem sagt aðal ferðamáti minn innanbæjar. Ég keypti minn fyrsta bíl rétt fyrir aldamót í Ástralíu, en átti hann hálfan á móti kærastanum. Eftir slys og hremmingar keypti ég minn eigin bíl upp úr aldamótum. Hann átti ég í hér um bil fimm ár þega sá gaf upp öndina. Bíllinn sem ég keypti þarnæst gafst endanlega upp í lok júlí á síðast liðnu ári. Enn eina breytuna ber að nefna að fyrir þremur árum síðan klemmdist taug undir vöðva sem heitir piriformis. Taugin nefnist oft á íslensku Settaug. Þessi klemma var í hægri rasskinn og gerði það að verkum að ég get ekki hjólað nema að þessi klemma taki sig upp aftur. Klemman var verulega sársaukafull í 4 mánuði í upphaf fyrirbærisns.
Ég er sem sagt bíllaus, því mig langar að prufa hvernig lífið verður, ég get ekki hjólað neitt af viti og ég nota strætó dags daglega, geng heil ósköp og nota heimsendingaþjónustur og leigubíla líka. Lífið verður öðruvísi svona bíllaus og með fötlun sem hindrar hjólreiðar. Á virkum dögum tek ég strætó í vinnu. Það er fínt sérstaklega þegar maður fer á háannatíma því þá ganga vagnarnir allir á korters fresti og sumir jafnvel á tíu mínútna fresti. Ég arka bara upp í Hamraborg og get valið um þrjá mismunandi leiðir. Milli kl. 10 og 14 ganga vagnarnir margir á hálftíma fresti og um helgar. Það breytir ýmsu. Ég nefni sem dæmi laugardagsmorgun sem ég ákvað að fara í Garðheima. Þangað er 20 -30 mínútna gangur heiman frá mér. Ég ákvað að ganga þangað og fá þannig hreyfingu og frískt loft. Ég verslaði blómapotta og annað og fyllti bakpokann. Ég hafði athugað að ég kæmist með strætó heim ef byrðarnar yrðu þungar. Þegar til kastanna kom þá gat ég valið um að bíða í 20 mínútur eeftir vagni sem er á hálftíma fresti eða ganga heim með mínar byrðar á sama tíma. Ég kaus gönguna. Versliunar leiðangurinn tók einn og hálfan tíma. Á þeim dögum sem ég mæti ekki í launavinnu í Reykjavík hef ég stundum farið í útréttingarleiðangra. Ef ég ætla að útrétta innanbæjar í Kópavogi þegar strætó er á korters fresti þyrfti ég að fara að heiman klukkan hálfátta og vera komin heim upp úr kl. 10. Um daginn þurfti ég að erindast við Skemmuveg. Þá hafði ég byrjað daginn í Reykjavík snemma og náði leið 4 fyrir kl. 10 úr Reykjavík og fór á strætó alla leið á Smiðjuveg þar sem stoppið heitir Grá gata. Gekk minna erinda á Skemmuvegi. Næst fór ég í Nettó búð sem er skammt frá . Fyllti bakpokann af vörum. Ákvað að taka leið nr 35 heim þar sem sá vagn stoppar steinsnar frá búðinni. En svei mér þá, vagninn var nýfarinn og það voru 20 mínútur í næsta. Ég gekk þá sem leið lá eftir strætóstoppunum sem urðu fjögur eða fimm, beið smá og vagninn kom. Besta leiðin fyrir mig að versla, ég sem á heima í Kópavogi rétt hjá Hafnarfjarðarvegi, er að nota strætisvagn nr 1 sem er á korters fresti allan daginn nema á háannatíma þá er hann á tíum mínútna fresti. Ég set á mig bakpoka, geng upp í Hamraborg, bíð aldrei lengur en í korter, tek vagninn niður í Fjörð. Matvöruverslunin sem ég nota þar opnar ekki fyrr en kl. 11, en það býttar engu þar sem vagninn er á korters fresti og biðin því aldrei óendanlega löng. Gæti auðvitað líka ekið að Kringlunni og verslað þar, en mér finnst skemmtilegra að versla í Hafnarfirði. Innanbæjar í Kópavogi eru vagnarnir á hálftíma fresti milli kl. 10 og 14. Ef ég missi af strætó get ég alveg eins gengið með mínar byrðar eins og að standa og norpa í hálftíma. Ég græði heilmikla hreyfingu af þessu og styrk með burði á 10-15 kg bakpoka nokkrum sinnum í viku.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Categories
All
|