Ég hef ekki fundið annað orð á finnsku en mobiili, en það eru ekki allir finnar á sama máli um það. Marjatta benti á orðið tuulikannel, sem að gæti útlagst sem vindharpa íslensku. Það væri hægt að nota finnska orðið himmeli sem er órói, sem heitir oro á sænsku. Bæði Himmeli og Oro eru forn norræna handverk og hafa tíðkast sem jóla og jónsmessuskraut í Finnlandi og Svíþjóð. Ekki má gleyma því að gerð óróa hefur tíðkast víða um Evrópu og örugglega víðar um hnöttinn en ég nenni að leita efna um akkúrat núna. Finnarnir sem ég talaði við vilja ekki að orðið himmeli sér notað yfir óróa, heldur bara þetta óróa jólaskraut sem það er hjá þeim. Ég er myndlistamaður og þarf ekki að hanga í hefðum orða eða efna nema ég kæri mig um. Ég get líka búið til orð. Þessa dagana er ég að leggja síðustu hönd á óróa. Hann verður til sýnis í fáeina daga á Hönnunarmars 2025 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ég næ engri almennilegri mynd af honum hangandi hér í vinnustofunni og þeir sem vilja sjá hann í allri sinni dýrð verða að skunda í Ráðhús Reykjavíkur 3-6 apríl næstkomandi. Myndirnar og vídeóið hér fyrir neðan eru skissur af því sem koma skyldi, þ.e. óróinn sem fer á Hönnunarmars.Myndir af honum koma síðar.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Categories
All
|