Eins og margir aðrir þá yrki ég af og til. Reyndar yrki ég mjög oft en skrifa ekki alltaf niður ljóðin mín. Alla daga þegar ég upplifi eitthvað og leiði hugann að þeirri upplifun þá set ég hana saman í ljóð. Leik mér að orðum, tilfiningum og reyni að lýsa skynjun minni í stuttu máli ljóðsins. Stundum næ ég að festa ljóðin á blað, svo að segja.
Ég er þrítyngd frá blautu barnsbeini og ekkert tungumála minni er fullkomið. Sem hálfur Finniog hálfur Íslendingur er ég alltaf útlendingur, jafnt á heimaslóðum, sem í móðurlandinu og á öðrum slóðum. Flesta daga leiðréttir fólk þegar ég tala um eitthvað eða segi frá. Það hefur verið alla mína tíð. Þetta hefur æxlast í að ég fór að leiðrétta á móti. Hinir fullkomnu Íslendingar sem tala hina fullkomnu íslensku eru bara ekkert að tala svo fullkomið tungumál, en þeir taka ekki leiðréttingum mínum. Ég byrjaði á að segja frá að ég yrki. Ég birti mitt fyrsta ljóð árið sem ég varð sextug. Ég reið á vaðið því það var kominn tími till. Ég birti það á heimasíðu minni og það var frumflutt á "Wörður vinur mínar" sýningu sem ég hélt það árið. Árið á eftir fór ég á ritunarnámskeið, annað skipti á ævinni. Ég skilaði inn ljóðum til kennarans til umsaganar, og viti menn ég fékk góða umsögn og hvatningu um að halda áfram. Þetta er meira en hægt er að segja um forpokaða íslenskukennara mína í MR, margir dáðir og virtir af samnemum mínum. Kennararnir kunnu upp til hópa bara að kenna þeim að kunnu íslensku eins og þeir sjálfir. Þetta fattaði ég þegar ég fór til náms í Finnlandi og var undir handleiðslu háskólakennara og framhaldsskólakennara sem að kunnu að kenna öllum, ekki bara sér líkum. Þessar hugleiðingar eru formáli ljóðs sem ég ætla að birta.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Categories
All
|