Prjónagjörningur fyrir alla hófst 21. desember í Gálgahrauni. Markmiðið er að prjóna 210 m langan umhverfisverndartrefil og er fyrsta hlutverk hans að vernda Gálgahraun fyrir þeim öflum sem þegar hafa byrjað að ryðja sér leið í gegnum hraunið með vegavinnu þrátt fyrir betri vitund.
Gjörningurinn heldur áfram fram að vorjafndægrum 21 mars 2014. |
A knitting performance for everybody started on December 21st in Gálgahraun lavafield. The aim is to knit together a 210 m long environment protection scarf and it's first task will be to protect Gálgahraun lavafield from the forces that have already begun to make their way through the lavafield making a controversial road.
The performance is continuing until March 21st 2014 the day of spring equinox. |
Þetta ár 2013 er ég með verk til sýnir á tveimur stöðum í tveimur löndum. Annars vegar er ég með á samsýningunni "Undir berum himni" í Reykjavík þar sem ég sýni verk sem heitir Örlagavefur. Hins vegar tek ég þátt í sýningu í Joutsa í Finnlandi sem heitir Muu maa = annað land. Þar sýnir ég "The last Goat" sem er verk um íslenska geitastofninn sem er í útrýmingarhættu.
Verkið "Örlagavefur" var unnið veturinn 2008-09, hrunveturinn mikla. Haustið 2008 lauk ég við verk sem heitir Völvan og Ragnarök en þegar það var sýnt hrundi loftkastalinn Ísland. Örlagavefinn vann ég í koti á Álftanesinu þar sem ég skoðaði Darraðarljóð og önnur rit sem fjalla um valkyrjurnar. Valkyrjurnar voru dauðinn í orrustum og völdu þá sem falla skyldu hverju sinni. Í Darraðarljóðum hittast þær í dyngju einni, setja uppistöðu í vefstaðinn og ívafið er markar örlög hvers manns. Sama gildir um Örlagavefinn minn, hann er bara uppistaða en ívafið er lífið sjálft. Það er ekki tilviljun að honum var valinn staður á Urðarstíg, en Urðarbrunnur var brunnur örlaganna. Það verður spennandi að sjá hver örlög "Örlagavefsins" verða úti hjá veðurguðunum þetta sumar. Á myndunum sést sköpun verksins. Það var spunnið ullarband á rokk dögum saman. Síðan þegar veðraði var rakin uppistaða í spjaldvef. Verkið var síðan til sýnis á túnini í Króki. Núna er umlykur vefurinn rúnnað horn Urðastígs 7 í Reykjavík. Sjá staðsetningu hér. |
This year 2013 I am displaying work in two places at the same time. On one hand I am taking part in the exhibition "Undir berum himni"= "Under a clear sky" in Reykjavík with a work called "Warp of fate". On the other hand in an exhibition in Joutsa in Finland called"Muu maa" = another country. In Finland I am exhibiting work called "The last Goat" which is about the icelandic endangered goat race.
The work "Warp of Fate" was made during the winter 2008-09 the great winter of collapse in Iceland. In the autumn of 2008 I finished and exhibited a work called the Seeress and Ragnarok and the Icelandic hornets' nest collapsed. The Warp of Fate was made in a cottage on the Álftanes peninsula. I was studying Darrada poems and other scripts about the valkyries. Valkyries were death and were the ones who chose who would be slain in warfare. In the Darrada poem they meet in a dean, put a warp in the loom and the weft marks the fate of each man. The same applies for my Warp of Fate, it is the warp but the weft is life itself. It is no coincidence that it is now situated at Urðarstígur but Urðarbrunnur was and is the well of fate. It will be interesting to see what the fate of the Warp of Fate will be out in the force of weather this summer. On the images you can see the creation of the work. first there was spinning, then warping in tablet weaving. The piece was for display on the meadow of Krókur. And today the Warp is wrapping the round corner of Urðarstígur 7 in Reykjavik. See location here. |
"The Last Goat" síðasta geitin
Á myndunum fyrir neðan sést sköpunin á Síðustu geitinni. Bandið var spunnið í halasnældu að þessu sinni og ekki ull heldur STRÝ af geitum. Gamlar borðplötur fékk ég í þessum ágæta lit og út í þær saumaði ég orð og geitur. Rammaði inn með timbri úr húsinu. Einnig gerði ég risageit í anda hvíta hestsins í Uffington, Englani. En geitin er úr timbri sem ég reif af gafli húss sem er verið að gera upp. Sagaði í hæfilega bita og negldi saman 78 krossa til að gera krosssaumsgeit úti á túni. |
"The last Goat"
In the pictures below you can see the creation of the last goat. The thread was spun on a drop spindle this time and not from wool but goat hair. I obtained old table tops in this fabulous red colour and I embroidered words and images of goats. I framed them with wood from the house. I also made a large goat inspired by the White Horse of Uffington. I tore the panel off the gable of house under repair and sawed it into proper length and nailed together 78 crosses to make the cross stitch goat in the meadow. |