Tæðe - Sessur á kolla eða bekki
Tæðe-sessur er ný vörulína sem ég er að setja á laggirnar. Hugmyndin fæddist þegar mig vantaði sessur á kollana mína, sígildir gamlir íslenskir eða innfluttir kollar. Voru til á heimili foreldra minna og annara þegar ég ólst upp. Þeir voru í eldhúsi og í bílskúr. Að mínu viti er ekkert almennilegt heimili án kolla. Það er hægt að stafla þeim þegar þeir eru ekki í notkun. Það er hægt að mála þá eftir þörf og áhuga hvers og eins eða ekki mála. Til að gera setuna þægilegri þá eru smáræðis sessur fyrirtak. Ofnar úr tuskum, að sjálfsögðu. Böndin sem hnýtt eru um lappirnar eru handofin úr bómullargarni sem ég fékk frá konu sem vissi ekki hvað hún ætti að gera við það. Ekki endurunnið bómullargarn en fullnýtt. Smellið á myndirnar þá sjáiði verð og stærð.
Fleiri Tæde sessur myndir
Fleiri Tæde sessur myndir