Tæðe-essur af ýmsum stærðum. Allar ofnar úr tuskum þ.e. flíkum og heimilis textílum sem eru skorin niður og breytt í efni til vefnaðar. Hver Tæðe-sessa er einstök og er ofin úr efniviði úr skyrtum, bolum, buxum eða öðru efnum sem eru að öðlast áframhaldandi notagildi. Hver sessa er myndlistarverk sem er bæði augnayndi, hæfilega mjúkt undir rassi og segir einhverja sögu af hendi höfundar eða aðrar sem að áhorfandi eða sá sem sest á hana finnur í litum og formum
Tæðe: Púðar / koddar / kuddar / dynor / cushions /
Þessa tvo púða setti ég saman í maí á þessu ári. Innvolsið er úr ljótum púðum sem ég keypti á flóamarkaði. Ég átti blátt lak sem mér hafð verið gefið sem ég saumaði ver úr utanum tróðið. Böndin sem hnýta saman púðana eru eins og böndin í Tæðe sessunum; ofin úr garni sem ég hef fengið frá öðrum sem hafa hætt við að nota eða eitthvað. Böndin eru ofin í bandgrind.
Hver púði og sessa eru einstök í heminum. Nema að einhver vefari, annars staðar á hnettinum, hafi akkúrat notað tuskur úr eins flíkum og ég og ofið úr þeim eins efni. Hver veit.
Hver púði og sessa eru einstök í heminum. Nema að einhver vefari, annars staðar á hnettinum, hafi akkúrat notað tuskur úr eins flíkum og ég og ofið úr þeim eins efni. Hver veit.