Tæðe-sessur eru ofnar úr tuskum, of course, hvað annað. Ég held mig við tuskuvef eins og ég get þvi mér finnst bæði frábært að endurvinna eittvað í annað dásamlegra. mig vantaði í raun sjálfri sessur á kollana mína og var að garfa í efnunum mínum. Man eftir því að að ekki var óalgengt, og kannski er ekki óalgengt a nota tuskumottur á bekki til að sitja á. Ég hóf því vefnaðinn og ákvað að vera svoldið hefðbundin með rendurnar. Allra fyrsta sessan er þessi með bláu röndunum. En mér þykir bara ekkert gaman að vefa einhverja endurtekningu, það er fyrir einhverjar allt aðrar persónur svo að sessurnar hafa þróast. Sú seinasta sem ég hef ofið er sú sem að veltur niður tröppurnrnar. Það er Tæðe-sessa á bekk/kommóðu systur minnar. Nafnið Tæðe-sessur. Mér finnst það hljóma vel. Finnska orðið taide þýðir list eða myndlist. Ég aðlagaði orðið að mér og minni sköpun og úr varð Tæðe. Hér er hægt að skoða verðin: Hér sel ég verk mín - Selling my work
1 Comment
Þetta var eftirminnileg opnun og sýning vegna margra hluta. Fyrst og fremst var ánægjulegt hversu vel sýningunni var tekið og ég var auðvitað himinlifandi yfir því að hafa getið verið með einkasýningu árið sem ég varð sextug.
Þessi hugmynd var búin að velkjast í mér lengi lengi og voru tíðar gönguskíðaferðir um Mosfellsheiði kveikjan eða hugmyndin var fædd og þar af leiðandi heillaði Mosfellsheiðin mig og dró mig á skíði. Veit ekki hvort var. Þarf að íhuga þetta betur. Ég segi betur frá síðar. Þarf að hugsa þetta og svo bíður vefstóllinn með tilraunaverkefni sem ég segi frá síðar. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
October 2024
|