Darning a Shetland cardigan - Stagað í Hjaltlandseyja peysuI was presented with this Shetland cardigan about 20 years ago. Have used it a lot, even hiking with a rucksack which made the back a bit felted. Didn't harm it though. But then the edges of the sleeves begun fraying bit by bit. A nail or something caught a a few stitches in the armhole while I was carrying something and ripped it open. Wear a garment and it will tear if one is active. But a garment can last longer if one darns and repairs. I darned the hole in the armpit. I shortened the sleeves and cast off and they are great three quarters now which is quite suitable.
Ég eignaðist þessa Hjaltlandseyja peysu fyrir um 20 árum síðan. Ég hef notaði hana mikið og jafnvel verið í henni í fjallgöngu með bakpoka á mér. Þá þófnaði bakið á henni svolítið en það gerði ekkert til. Síðan fóru ermalíningarnar að slitna og það rifnuðu nokkrar lykkjur í handvegi þegar ég hélt á einhverju. Ef maður notar flík þá slitnar hún. En það er hægt að bæta og gera við. Ég stagaði í gatið í handveginum og rakti upp ermarnar að hluta til og felldi af þannig að nú eru þær kvartermar og fer vel á því.
0 Comments
Staga í sokka.Fyrstu sokkar sem ég man eftir að hafa stagað í voru bláir útivistarsokkar. Ég stagaði í þá á sænsku; stoppa strumpor. Ég var átta ára á leið í skautaferð með skólanum. Þegar ég ætlaði að klæðast sokkunum komst ég að því að það var gat á báðum hælunum. Ég hugsaði mig hratt um. Fór í saumaboxið hjá mömmu. Fann stoppinál og garn og fattaði að ég kunni ekki að staga í sokka. En ég kunni að hekla! Ég heklaði í skyndi tvær rauðar bætur og festi þær með stoppinálinni yfir götin. Síðan fór ég í sokkana og dreif mig í skautaferðina. Eftirminnilegt við skautaferðina var að ég týndi húslyklinum og það var mjög kalt og einhverra hluta vegna hélt ég að við værum á skauta á Herdísarvík, en í ég hef komist að því seinna að í rauninni vorum við á Hvaleyrarvatni. H og H. Á myndinni eru sokkar sem ég eignaðist seinna. Mynstraði sokkurinn til vinstri prjónaði mamma á mig þegar ég var í menntaskóla. Almynstraði og töluvert lagt í þá. Ég notaði þá mikið. Ég flutti til Finnlands 1983. Sokkarnir voru í farteskinu. Það koma gat á þá. Fyrst var það hælllinn. Ég stagaði í hælinn og síðan undir leistann og fram undir tá. Þegar ég var búin að staga í stagið þá ákvað ég að prjóna bætur á sokkana, um var að ræða bæði plöggin í parinu, þá aðeins annað sé til sýnis hér. Á hælana prjónaði ég bætur með hælaúrtöku. Síðan notaði ég sokkana í mörg ár til viðbótar.
Sokkurinn til hægri er með stroffi eða snúninga, sem að líklegast er að pikku-Alma, litla-Alma, hafi prjónað. Hún prjónaði á nær alla nærfjölskyldu sína í Kristinestad. Ég man bara eftir henni sem eldgamalli konu sem að gekk framhjá húsi ömmu minnar, en pikku-Alma var þá komin á elliheimili en alls ekki lögst í kör og síprjónandi. Þegar leistarnir voru orðnir gatslitnir, líka stagið þá klippti ég leistana af og prjónaði nýja. Þetta er ekki nýmæli, mamma gerði þetta og eflaust þúsundir annara kvenna (kannski karla líka). Ég hef síðan stagað í þennan leista eftir þörfum. Mynstraði sokkurinn sem að mamma prjónaði, þessi á myndinni, týndist hérna heima hjá mér. Þá átti ég bara einn. Mig vantaði skýlu utanum glerhitabrúsann minn sem ég tek oft með í bakpokann. Ég klippti leistann af, felldi af og þá var komin hitabrúsaskýla. Voila! Ofgnótt sem drekkir okkurÞað er ekki ýkja langt síðan við (mennirnir) lifðum í jafnvægi. Þeir seigustu lifðu af, líf hinna seigustu var ekki dans á rósum en umhverfið, jörðin, bar ekki skaða af því. Maðurinn er það spendýr sem státar af því að vera með fjölliðuðustu tegund jarðar. Kannski eru til tegundir þar sem telur fleiri einstaklinga. Ég veit ekki. En hitt veit ég að mannveran er að drukkna í eigini ofgnótt og að drekkja öllum öðrum lífverum með sér.
Það sem hefur staðið mér næst eru textílar, ég menntuð í textíllegum fögum. Ég valdi fyrir yfir 30 árum síðan að vefa úr notuðum fötum til að minnka efnissóun. Þetta fannst löndum mínum Íslendingum stórskrýtið , og enn eiga "listagangrýnendur" og "menningarþáttastjórnendur" í vandræðum með að fatta að ég er að skapa myndlist, eða bara list, með tuskum og hafa sjaldan mætt til að skoða sýningarnar mínar. Fyrir seinustu sýningu "Veðurfregnir" fékk ég ágætis umfjöllun í Fréttablaðinu, ekki listarinnar vegna heldur af því að verkið var ofið og blaðamaðurinn tengdi við vefnað úr æsku. En það eru ekki bara tuskur í vef sem ég vinn með heldur líka til viðgerðar. Ég hef lesið ótal greinar sem fjalla um ofgnótt og sóun m.a. textíla. Allar hafa sömu niðurstöðu: Neytendur verða að kaupa minna, kaupa vandaðri flíkur og henda minna. Að fara með fulla poka af fötum í Rauðakross gám er ekki langtíma lausn, það er eiginlega á plani með syndaaflausn sem að hægt var að kaupa frá páfanum í Róm, þar með voru menn syndlausir en héldu áfram að syndga. Á myndinni er blússa sem ég keypti á flóamarkaði, hún var notuð en sem ný. Það voru smá göt framan á henni sem ég bætti með litlum silkibútum, en þeir voru klipptir úr gömlum silkiklút sem enginn notaði en hefur verið nýttur í bætur. Með blússunni segi ég: Reynið að kaupa notað og minnkið þar með heimsframleiðsluna! Það eru bara fátækar sálir sem að halda að það sé fátækrastimpill að kaupa eða fá notaðar flíkur. Eins og maðurinn sem gat ekki hugsað sér að fara með notaðan poka í búðina; fólk heldur að við höfum ekki efni á nýjum! (Aumingi) |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
July 2024
|