Staga í sokka.Fyrstu sokkar sem ég man eftir að hafa stagað í voru bláir útivistarsokkar. Ég stagaði í þá á sænsku; stoppa strumpor. Ég var átta ára á leið í skautaferð með skólanum. Þegar ég ætlaði að klæðast sokkunum komst ég að því að það var gat á báðum hælunum. Ég hugsaði mig hratt um. Fór í saumaboxið hjá mömmu. Fann stoppinál og garn og fattaði að ég kunni ekki að staga í sokka. En ég kunni að hekla! Ég heklaði í skyndi tvær rauðar bætur og festi þær með stoppinálinni yfir götin. Síðan fór ég í sokkana og dreif mig í skautaferðina. Eftirminnilegt við skautaferðina var að ég týndi húslyklinum og það var mjög kalt og einhverra hluta vegna hélt ég að við værum á skauta á Herdísarvík, en í ég hef komist að því seinna að í rauninni vorum við á Hvaleyrarvatni. H og H. Á myndinni eru sokkar sem ég eignaðist seinna. Mynstraði sokkurinn til vinstri prjónaði mamma á mig þegar ég var í menntaskóla. Almynstraði og töluvert lagt í þá. Ég notaði þá mikið. Ég flutti til Finnlands 1983. Sokkarnir voru í farteskinu. Það koma gat á þá. Fyrst var það hælllinn. Ég stagaði í hælinn og síðan undir leistann og fram undir tá. Þegar ég var búin að staga í stagið þá ákvað ég að prjóna bætur á sokkana, um var að ræða bæði plöggin í parinu, þá aðeins annað sé til sýnis hér. Á hælana prjónaði ég bætur með hælaúrtöku. Síðan notaði ég sokkana í mörg ár til viðbótar.
Sokkurinn til hægri er með stroffi eða snúninga, sem að líklegast er að pikku-Alma, litla-Alma, hafi prjónað. Hún prjónaði á nær alla nærfjölskyldu sína í Kristinestad. Ég man bara eftir henni sem eldgamalli konu sem að gekk framhjá húsi ömmu minnar, en pikku-Alma var þá komin á elliheimili en alls ekki lögst í kör og síprjónandi. Þegar leistarnir voru orðnir gatslitnir, líka stagið þá klippti ég leistana af og prjónaði nýja. Þetta er ekki nýmæli, mamma gerði þetta og eflaust þúsundir annara kvenna (kannski karla líka). Ég hef síðan stagað í þennan leista eftir þörfum. Mynstraði sokkurinn sem að mamma prjónaði, þessi á myndinni, týndist hérna heima hjá mér. Þá átti ég bara einn. Mig vantaði skýlu utanum glerhitabrúsann minn sem ég tek oft með í bakpokann. Ég klippti leistann af, felldi af og þá var komin hitabrúsaskýla. Voila!
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
November 2022
|