Eins og ég skrifaði seinast, eða þar seinast þá lagðist þráin til sköpunar í híði í um tveggja ára skeið. En það fór að rofa til í desember og svo fór skissu vinna af stað eftir áramótin í byrjun þessa árs. Þegar síðan Covid19 brast á hjá okkur á Íslandi þá var vinnan í vinnustofunni minni komin af stað en launavinnan fór minnkandi. Að lokum fór svo að mér var sagt upp launavinnan ásamt þúsundum öðru sem höfðu unnið innan Icelandair Group. Ég fékk að taka þátt í stærstu fjöldauppsögn sögunnar á Íslandi. Ég er bæði heppin og óheppin. Ég hef nóg að gera við mína eigin sköpun verst bara að enn sem komið er gefur hún lítið í aðra hönd. Ég er samt komin með launavinnu, aðeins 25% vinnu við þrif og á móti þigg ég atvinnuleysisbætur. En ég er að skima eftir annari vinnu. Ég er að vinna á fullu hér heima þar sem vinnustofa mín er og vil helst ekki fara af bæ, en geri það samt til að sækja launavinnuna og til að afla fæðu og sinna nánustu ættingjum sem eru systir mín og móðir. Einnig hef ég hitt nokkra vini og við stundað útivist tveir saman í einu. En hér í vinnustofunni minni er svo gaman. Hér er ég ein að vefa, ganga frá verkum, undirbúa efni, skissa meta og vega hvert næsta skref á að vera. Stundum er skrýtið hvernig hlutirnir æxlast. Ég las bók og viðtöl við listakonuna Britta Marakatt-Labba í fyrra vetur og það kveikti á einhverju í huga mínum sem að kom sköpunarþránni af stað. Þegar ég vinn hlusta ég á hljóðbækur. Ég hef verið að hlusta á bækur eftir Kanadíska rithöfundin Louise Penny. Krimmar með meiru. Þar eru tvær persónur sem ég tengi við; myndlistakona og rithöfundur. Hér neðar eru nokkrar myndir af verkum og vinnu. I am both fortunate and unlucky. Due to Covid19 I was given the notice from my paid job at Icelandair Group. Ironically I was part of the biggest notice given in Iceland at the same time, thousands of us which is a record. Always some solace ;). I got another paid job, only ten hours a week and I also accept unemployment benefits. But the work in my studio is rocking. After having lost the yearning for creating for two years I am again enjoying myself immensely in my studio, preparing material, sketching and contemplating the next step. I am on my own in my studio and totally happy and would rather not leave it, but I do in order to stay sane. I need to go to the paid job twice a week. I need to buy food and see my sister and mother and a handful of friends. I have been listening to a series of books, crime novels and more by The Canadian author Louise Penny and I connect with two of the characters an artist and a writer. Here below are some pictures of work in the studio.
0 Comments
Í mars þetta ár 2020 fór allt á hliðina á íslandi vegna Covid19 flensunnar. Þetta hafði þó byrjað fyrr annars staðar í heiminum. Ég vann á ferðskrifstofu og hafði verið mjög ánægð í starfi. En það fór sem fór mér var sagt upp ásamt 80% annara starfsmanna. Á meðan að ósköpin dundu á þá fór sköpunar kvörnin í höfði mér af stað og löngun til að skapa spratt upp. Ég var búin að vera frekar áhyggjufull yfir því að langa ekki til að setjast við vefstólinn og berja saman tuskur í verk. Ekki veit ég hvort það var tilburðir mínir s.l. tvö ár sem að leiddu af sér að löngunin kom aftur eða ástandið í heiminum en þetta gerðist. Ég er búin að vefa þrjár vörður. Fleiri eru í höfðinu á mér. Er að skissa eina á pappír með blýanti enn sem komið er.
Auðvitað ætla ég að sýna afraksturinn þegar öll verkin eru tilbúin og ég er a skima eftir sýningarrými. Annað sem mig langar gera er að leigja mér húsnæði sem að hentaði undir svo kallaða yfirlitssýningu og sýna afrakstur s.l. 30 ára! Vefstofan er komin í stand eftir tveggja ára hlé, tveggja ára vefnaðarstíflu.
Ekki veit ég hvað það var sem olli en öll löngun til að vefa var á brott og vefstóllinn safnaði ryki og allt efnissafnið mitt var í rugli. Það fóru þó nokkrir dagar í að fara í gegnum tuskurnar og flokka og átta mig á hvað ég ætti til. Næsta verk var reyna koma í vefnað kynnum mínum við Mosfellsheiði og Almenning á einhvern veg. Ég var með hugmyndir í kollinum sem fengu á sig mynd á pappír. Fæðing verka úr hugmynd gengur stundum hægt. Þetta hafðist allt. Búin að vefa eitt verk sem ég held standi fyrir sínu. Annað verk í vinnslu í vefstólnum. Best að flýta sér hægt. Þakkir til allra sem að hafa fært mér tuskur á þessu ári. Núna er stofan full og ekki rúmast meiri tuskur fyrr en ég er búin að vefa nokkuð marga metra og búin að selja nokkur teppi.
Nú fer ég brátt að byrja á veðurteppinu sem til hefur staðið að vefa í langan tíma. En myndir af ýmislegu veðri hefur verið skissu vinnan fyrir það verk. Þetta er byrjunin. Thanks to everybody who have brought me rags this year. Now the rooms are full and there is no space for more rags until I have woven some more meters and sold a few rugs. Soon I will start weaving the weather rug. Pictures of weather have been the sketching work for that piece. This is the beginning. My throat is sore after having spoken to around 1147 people in the craft and design fair in Reykjavík town hall this weekend. Still one day to go. Guðlaugur Bjarnason artist was kind enough to take a few pics of me in action. He also took one of me and my cousin Soffia who has been kind to come to the fair every day to take care of the show while I have eaten my lunch and gone out in the cold northern wind. After that hour I have been ready to relate about my rag carpets again!
Ég er hás eftir að hafa spjallað við um 1147 manns á handverks og hönnunarsýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur þessa helgi. Enn er einn dagur til stefnu. Guðlaugur Bjarnason myndlistarmaður tók myndirnar af mér að störfum. Einnnig tók hana eina af mér og Soffíu frænku minni en hún hefur komið alla dagana og leyst mig af í hádeginu. Þá hef ég etið og farið út í norðanáttina og verið meira en til í að koma aftur á svæðið til að segja frá teppunum mínum. I was asked the other day when admiring the hills of Landmannalaugar if I had used them in my work. I gather so when I think of my rugs. I em always collecting colours and hues and finding new inspiration in the "old". Landmannalaugar is full of hazy purple, soft pink, deep yellow, emerald green and the astonishing bright green moss of the wet. I think I am weaving these colours on and off. I find the colours when I am out on the go so they are probably a mixture of what I have seen.
SpringSpring is here! This year I find it almost unbelievable that it really is so. As age proceeds time seems to gain more speed with every week I live. It seems it was autumn just a week ago. But oh the colours the colours of the preciously frail spring. I have set them in a strict pattern but the colours are softly lingering on. Combination of the strict and the free. I have not had time to organize a Gálgaknit event this month that will be over tomorrow when we embrace 1st of May. But Gálgaknit will be there where it is needed sooner or later. The blasted road is where it is now. Strange however how conveniently the road is in the part of the Lava where it is now called Garðahraun or Garðalava. Authorities have their ways. Tommorrow on the FIRST of May will be a green and red march that begins at Hlemmur in Reykjavik and proceeds down Laugavegur to Ingolfstorg and the green part will end on Austurvöllur where we shall plant thousands of green flags. More here about the march VorÞegar aldurinn færist yfir þá líður tíminn hraðar með hverri viku sem líður í lífinu. Mér finnst eins og eingöngu sé liðin vika frá því að það haustaði. En þessir stórkostlegu litir vorsins. Ég er með skarpt mynstur í vefnum en á móti eru mjúkir litir vorsins sem að síga áfram í dreglinum. Það hefur ekki orðið mikið úr Gálgaprjóni upp á síðkastið vegna anna annar staðar sem hafa verið skemmtilega og nytsamlegar annir.
En Gálgaprjón á eftir að mæta þar sem þess er þörf. Bévítans Krimmvegurinn í Gálgahrauni er kominn. Merkilegt að það skuli hafa verið svo hentugt vegstæði akkúrat þar sem að yfirvöld kjósa að hraunið heiti Garðahraun. Á morgun er 1. maí og mun gangan vera rauð og græn að þessu sinni. Hefst við Hlemm og áfram niður Laugaveg að Ingólfstorgi. Grænu göngunni lýkur á Austurvelli þar sem þúsund flöggum grænum verður stungið niður. Meira hér um gönguna Eftir að hafa mest verið að prjóna náttúruverndartrefilinn er ég komin í vefstólinn aftur. Held áfram með sama þema og í haust gallabuxur og boli, en stærra verk í þetta sinn. Á eftir að ákveða endanlega stærð. Með teppinu er ég að hlusta á bók eftir Henning Mankell sem heitir Pyramiden. Sem sagt komin í hellinn og er hamingjusöm. I have mostly been knitting the nature protection scarf lately. But now I am back in the loom. Same concept as this autumn jeans and Tshirts but the piece I am making will be larger. Haven't decided how big. I am listening to Henning Mankell's The Pyramid. I am back in the cave and very happy.
Both woven with jeans but with different coloured Tshirts it makes all the difference. But they are mounted in a totally different way in the gallery and will give another feeling. That is the beauty of these pieces. They can be individuals or joined together they are another story.
Bæði eru ofin með gallabuxum en með sitthvorum lit af bolum. Það breytir öllu. En verkin hanga allt öðruvísi í sýningarsalnum og stemmningin er allt önnur en hér. Það er dásemdin við þessi verk. Þau geta verið eitt sér eða saman og þá eru þau allt önnur saga. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
November 2022
|