Vefstofan er komin í stand eftir tveggja ára hlé, tveggja ára vefnaðarstíflu.
Ekki veit ég hvað það var sem olli en öll löngun til að vefa var á brott og vefstóllinn safnaði ryki og allt efnissafnið mitt var í rugli. Það fóru þó nokkrir dagar í að fara í gegnum tuskurnar og flokka og átta mig á hvað ég ætti til. Næsta verk var reyna koma í vefnað kynnum mínum við Mosfellsheiði og Almenning á einhvern veg. Ég var með hugmyndir í kollinum sem fengu á sig mynd á pappír. Fæðing verka úr hugmynd gengur stundum hægt. Þetta hafðist allt. Búin að vefa eitt verk sem ég held standi fyrir sínu. Annað verk í vinnslu í vefstólnum. Best að flýta sér hægt.
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
November 2022
|