Hef verið að velta fyrir mér ákveðna furðu sem ég upplifií umferðinni í Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi og annars staðar, daglega.
Bíð á rauðu ljósi, 2 bílar fyrir framan mig. Gult ljós, grænt ljós og enn bifast ekki röðin. Grænt búið að skína þó nokkurn tíma fyrsti bíll setur í gír og af stað, næsti fer að lulla af stað ég er næst og rétt meika það á appelsínugulu og á eftir mér koma tveir á rauðu. Bið á rauðu ljósi ég er fremst . Gult ljós ýti á bensíngjöfina, grænt ljós er komin af stað og næsti bíll á eftir mér kemur 300 m á eftir mér og svo koll af kolli á appelsínugulug og rauðu. Furða að mínu mati er að Íslendingar upp til hópa fara yfir á rauðu en nota græna ljósið til að gera, tja, hvað sem þeir gera í kyrrstöðu.
0 Comments
|
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
June 2024
|