Í mars þetta ár 2020 fór allt á hliðina á íslandi vegna Covid19 flensunnar. Þetta hafði þó byrjað fyrr annars staðar í heiminum. Ég vann á ferðskrifstofu og hafði verið mjög ánægð í starfi. En það fór sem fór mér var sagt upp ásamt 80% annara starfsmanna. Á meðan að ósköpin dundu á þá fór sköpunar kvörnin í höfði mér af stað og löngun til að skapa spratt upp. Ég var búin að vera frekar áhyggjufull yfir því að langa ekki til að setjast við vefstólinn og berja saman tuskur í verk. Ekki veit ég hvort það var tilburðir mínir s.l. tvö ár sem að leiddu af sér að löngunin kom aftur eða ástandið í heiminum en þetta gerðist. Ég er búin að vefa þrjár vörður. Fleiri eru í höfðinu á mér. Er að skissa eina á pappír með blýanti enn sem komið er.
Auðvitað ætla ég að sýna afraksturinn þegar öll verkin eru tilbúin og ég er a skima eftir sýningarrými. Annað sem mig langar gera er að leigja mér húsnæði sem að hentaði undir svo kallaða yfirlitssýningu og sýna afrakstur s.l. 30 ára!
0 Comments
|
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
October 2024
|