![]() Hvaðan kemur ull? Ull eru hár sem að við menn nytjum af sauðfé. Það er til alls konar fé út um allan hnött. Á Íslandi er ein tegund fjár; íslenska sauðkindin. Á henni vex ull, en það eru tvenns konar hár þel og tog. Þelið er mjúkt og er um 4-6 cm á lengd og einangrar kindina. Til að bæta um betur þá er togið lengra en þelið og getur orðið um 20 cma langt. Togið hylur þelið og er eins konar skjöldur sem hlífir kindinni gegn vætu. Þetta er lýsing á þeli og togi í mjög stuttu máli. Ullarhár eru mæld í mikrón, þvermálið er mælt. Ef þvermálið er grófara en 22 mikrón þá klæjar mörgum undan ullinni. Ef hún er 22 míkrón og fíngerðari þá klæjar flestum ekki undan henni. Þel af íslenskum kindum getur verið innan 22 míkróna en togið er alltaf yfir. Ull af lömbum er fíngerðari en af fullorðnu. Gegnum tíðina hefur ull verið spunnina á íslenskum heimilum þar til byrjun 20. aldar. Það tíðkaðist að taka ofanaf reyfum , þ.e. að aðskilja tog og þel. Þá hafði fólkið tvö efni; fínt þel í nærfatnað og tog sem t.d. mátti nota í reipi, efni í poka og utanyfir fatnað af einhverju tagi. Einnig var spunnið upp með öllu þ.e. án þess að aðskilja hárin, það hefur verið í grófari föt t.d. vinnuvettlinga og sokka. Það má leiða að því líkum að fé var ræktað til að geta gengið úti allan ársins hring og það vafalítið fé sem var ræktað með ullargæði í huga og ekki síst að gott var að vinna úr ullinni þ.e. aðskilja tog og þel og spinna. Þegar ullar verksmiðjur voru stofnaðar gat fólkið lagt ullina inn. Það gat tekið út lyppur í staðin. Lyppa er sama og lopi þ.e. ullarhár eða trefjar sem hafa verið kemd og dregin til í lengju sem hægt er að spinna úr. Fólk tók því ofanaf hluta ullarinnar og lagði inn þel sem var unnið í lyppur og það var spunniið úr því á heimilinum. Þarna sparaðist mikið handavinna.
Íslensku verksmiðjurnar lentu í vanda því þær gætu ekki spunnið fínt band upp með öllu. Þær höfðu ekki heldur tæki til að taka ofanaf. Þess vegna var snemma byrjað að flytja inn þel ull sem var lengri en þelið en styttri en togið. Útí heimi hafði fólk verið að rækta kindur þannig að togið hvarf. Merínó kindur eru afsprengi þess. Merínó kindin er í sjálfu sér ill meðferð á kind. Toglausar, vitlausar og með aukafellingu á húðinni til að auka yfirborð hennar svo fáist meiri ull. Kindin fer ekki úr reyfum heldur vex ullin endalaust og ef kindin er ekki reglulega rúin mun ullin þófna á henni og hún verða í miklum erfiðleikum með baggann. Merínó er ekki eina fjártegundin sem er afsprengi svona ræktunar. Hélene Magnússon er prjónahönnuður sem hefur mikinn áhuga á að nýta ull af íslenskum kindum í hönnun sinni. Það var mjög erfitt að finna band úr hreinni íslenskri ull hvað þá að láta vinna slíkt fyrir sig svo það endaði á að Hélene fór út í það að kaupa tonn af ull af ullarþvottastöðinni Blönduósi og láta spinna fyrir sig band og lita, á Ítalíu. Hún greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Hún lætur vinna bandið með togi, mismiklu þó. Það eru tvær smáullarvinnslur á Íslandi sem að eru með búnað frá Mini Mill fyrirtækinu sem er staðsett í Belfast í Kanada. Þetta eru Gilhagi og Uppspuni. Þær eru með vélar sem aðskilja tog frá þeli og þær spinna band með mismiklu togi í. Þegar ég gekk á Bændaskólann á Hvanneyri á 9. áratug s.l. aldar skrifaði ég ritgerð um ull í faginu sauðfjárrækt. Ég hafði samband við Álafoss og spurði m.a. um innflutta ull og af hverju þeir væru ekki með vél sem að tæki ofanaf. Ég fékk þá skýringu að ekki væri til vél sem að tæki ofanaf og að innflutta ullin væri til að brúa bil milli lengdar á þeli og togi. Mér vitanlega þá hefur Ístex sem tók við af Álafoss ekki fjárfest í vél til að taka ofanaf og eru enn að flytja inn ull. Að vísu eru þeir hættir að spinna kambgarnið sitt, kaupa tilbúið spunnið barn að utan og lita í verksmiðjunni. Lambsullarbandið sem Ístex er að spinna úr núna er að ég best veit blanda af ull íslenskra lambsullar og innfluttrar ullar. Það þarf að brúa bil lengdar þels og togs jafnvel þó um lambsull sé að ræða. 100% ull getur verið ull hvaðanæva úr heiminum. 100% íslensk ull er ull af íslenskum kindum.
0 Comments
Nóvember, hausti lýkur og framundan er vetur. Hvernig veturinn verður er erfitt að spá um en það kemur í ljós og fyrr en varir er maður í þeirri stöðu að líta til baka og segja eitthvað á þessa leið: Þetta var nú meiri veturinn hvernig ætli sumrið verði?
Ég óf fyrst Vor eftir göngu og uppljómun á litum vorsins þar sem himininn speglaðist í pollunum. Síðan kom Haust sama ár og loks November. Vetrarverkið var þegar ofið en af allt öðrum meiðin. Hugmynd dagsin; vefa vetur í rósabandi. November, end of autumn and ahead is winter. What kind of winter it will be is hard to say. Soon enough it has passed and we look back in awe and ahead in wonder; how will the summer turn out? After weaving Spring and Autumn 2012 this ragrug was created in the same year. Að vefa er ekki bara að sitja við vefstólinn, skjóta inn ívafi og berja saman vefinn. Á undan hefur mikið starf verið unnið. Útreikningar; breidd, lengd, þéttleiki, þyngd. Það þarf að rekja slöngu í uppistöðu. Það þarf að koma slöngunni í vefstólinn; rifja. Í venjulegu árferði hef ég kallað til góða vini sem hafa aðstoðað mig við það verk. Yfirleitt 5 manns eða fleiri. 3- 4 sitja á gólfinu og halda í slönguna. Þeir verða að halda jafnri spennu alla breiddina. Síðan er einn eða tveir sem aðstoða við að rifja; snúa sveif sem snýr slöngurifi. Mörg önnur handtök eru í þessari aðgerð. Að rifjun lokinni þá hefur alltaf verið teboð og kökur og mikið spjallað. Að þessu sinni vann ég þetta ein. Mjórri vefbreidd og styttri slanga, þá gengur þetta. Aðstoðar "menn" voru staflar af bókum, Kjarval og Náttúra Mývatns lögðu hönd á plóg. Þessi aðferð gengur en það er alltaf miklu betra að hafa aðstoð og líka svo miklu skemmtilegra. Á eftir var eins manns teboð. Before I can weave there is a lot of work: calculating breadth, length, density, weight. Warping, beaming. The beaming usually takes a crew of five. This time due to Covid 19 I beamed with the aid of books. Narrower warp and shorter so I succeeded. It is more fun with a crew, and the tea and cakes party afterwards, this time I was the sole company. Þegar búið er að rifja þarf að draga í haföld og skeið. Síðan þarf að hnýta fram og jafna spennuna í uppistöðunni. Það þarf að skissa verkið og vinna í skissunum þar til maður er sáttur.
Ívafið mitt sem er unnið úr tuskum þarf að skera niður og klippa í lengjur. Vinda upp. Finna út hvernig litunum skal raða saman. Ég lita ekki efni ég safna tuskum og vinn úr þeim litum sem ég á til. Ef það vantar sárlega einhvern lit auglýsi ég t.d. á fésbókina. Ég skal segja frá því í næstu færslu. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Categories
All
|