Að vefa er ekki bara að sitja við vefstólinn, skjóta inn ívafi og berja saman vefinn. Á undan hefur mikið starf verið unnið. Útreikningar; breidd, lengd, þéttleiki, þyngd. Það þarf að rekja slöngu í uppistöðu. Það þarf að koma slöngunni í vefstólinn; rifja. Í venjulegu árferði hef ég kallað til góða vini sem hafa aðstoðað mig við það verk. Yfirleitt 5 manns eða fleiri. 3- 4 sitja á gólfinu og halda í slönguna. Þeir verða að halda jafnri spennu alla breiddina. Síðan er einn eða tveir sem aðstoða við að rifja; snúa sveif sem snýr slöngurifi. Mörg önnur handtök eru í þessari aðgerð. Að rifjun lokinni þá hefur alltaf verið teboð og kökur og mikið spjallað. Að þessu sinni vann ég þetta ein. Mjórri vefbreidd og styttri slanga, þá gengur þetta. Aðstoðar "menn" voru staflar af bókum, Kjarval og Náttúra Mývatns lögðu hönd á plóg. Þessi aðferð gengur en það er alltaf miklu betra að hafa aðstoð og líka svo miklu skemmtilegra. Á eftir var eins manns teboð. Before I can weave there is a lot of work: calculating breadth, length, density, weight. Warping, beaming. The beaming usually takes a crew of five. This time due to Covid 19 I beamed with the aid of books. Narrower warp and shorter so I succeeded. It is more fun with a crew, and the tea and cakes party afterwards, this time I was the sole company. Þegar búið er að rifja þarf að draga í haföld og skeið. Síðan þarf að hnýta fram og jafna spennuna í uppistöðunni. Það þarf að skissa verkið og vinna í skissunum þar til maður er sáttur.
Ívafið mitt sem er unnið úr tuskum þarf að skera niður og klippa í lengjur. Vinda upp. Finna út hvernig litunum skal raða saman. Ég lita ekki efni ég safna tuskum og vinn úr þeim litum sem ég á til. Ef það vantar sárlega einhvern lit auglýsi ég t.d. á fésbókina. Ég skal segja frá því í næstu færslu.
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Categories
All
|