Eins og ég skrifaði seinast, eða þar seinast þá lagðist þráin til sköpunar í híði í um tveggja ára skeið. En það fór að rofa til í desember og svo fór skissu vinna af stað eftir áramótin í byrjun þessa árs. Þegar síðan Covid19 brast á hjá okkur á Íslandi þá var vinnan í vinnustofunni minni komin af stað en launavinnan fór minnkandi. Að lokum fór svo að mér var sagt upp launavinnan ásamt þúsundum öðru sem höfðu unnið innan Icelandair Group. Ég fékk að taka þátt í stærstu fjöldauppsögn sögunnar á Íslandi. Ég er bæði heppin og óheppin. Ég hef nóg að gera við mína eigin sköpun verst bara að enn sem komið er gefur hún lítið í aðra hönd. Ég er samt komin með launavinnu, aðeins 25% vinnu við þrif og á móti þigg ég atvinnuleysisbætur. En ég er að skima eftir annari vinnu. Ég er að vinna á fullu hér heima þar sem vinnustofa mín er og vil helst ekki fara af bæ, en geri það samt til að sækja launavinnuna og til að afla fæðu og sinna nánustu ættingjum sem eru systir mín og móðir. Einnig hef ég hitt nokkra vini og við stundað útivist tveir saman í einu. En hér í vinnustofunni minni er svo gaman. Hér er ég ein að vefa, ganga frá verkum, undirbúa efni, skissa meta og vega hvert næsta skref á að vera. Stundum er skrýtið hvernig hlutirnir æxlast. Ég las bók og viðtöl við listakonuna Britta Marakatt-Labba í fyrra vetur og það kveikti á einhverju í huga mínum sem að kom sköpunarþránni af stað. Þegar ég vinn hlusta ég á hljóðbækur. Ég hef verið að hlusta á bækur eftir Kanadíska rithöfundin Louise Penny. Krimmar með meiru. Þar eru tvær persónur sem ég tengi við; myndlistakona og rithöfundur. Hér neðar eru nokkrar myndir af verkum og vinnu. I am both fortunate and unlucky. Due to Covid19 I was given the notice from my paid job at Icelandair Group. Ironically I was part of the biggest notice given in Iceland at the same time, thousands of us which is a record. Always some solace ;). I got another paid job, only ten hours a week and I also accept unemployment benefits. But the work in my studio is rocking. After having lost the yearning for creating for two years I am again enjoying myself immensely in my studio, preparing material, sketching and contemplating the next step. I am on my own in my studio and totally happy and would rather not leave it, but I do in order to stay sane. I need to go to the paid job twice a week. I need to buy food and see my sister and mother and a handful of friends. I have been listening to a series of books, crime novels and more by The Canadian author Louise Penny and I connect with two of the characters an artist and a writer. Here below are some pictures of work in the studio.
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Categories
All
|