Ofgnótt sem drekkir okkurÞað er ekki ýkja langt síðan við (mennirnir) lifðum í jafnvægi. Þeir seigustu lifðu af, líf hinna seigustu var ekki dans á rósum en umhverfið, jörðin, bar ekki skaða af því. Maðurinn er það spendýr sem státar af því að vera með fjölliðuðustu tegund jarðar. Kannski eru til tegundir þar sem telur fleiri einstaklinga. Ég veit ekki. En hitt veit ég að mannveran er að drukkna í eigini ofgnótt og að drekkja öllum öðrum lífverum með sér.
Það sem hefur staðið mér næst eru textílar, ég menntuð í textíllegum fögum. Ég valdi fyrir yfir 30 árum síðan að vefa úr notuðum fötum til að minnka efnissóun. Þetta fannst löndum mínum Íslendingum stórskrýtið , og enn eiga "listagangrýnendur" og "menningarþáttastjórnendur" í vandræðum með að fatta að ég er að skapa myndlist, eða bara list, með tuskum og hafa sjaldan mætt til að skoða sýningarnar mínar. Fyrir seinustu sýningu "Veðurfregnir" fékk ég ágætis umfjöllun í Fréttablaðinu, ekki listarinnar vegna heldur af því að verkið var ofið og blaðamaðurinn tengdi við vefnað úr æsku. En það eru ekki bara tuskur í vef sem ég vinn með heldur líka til viðgerðar. Ég hef lesið ótal greinar sem fjalla um ofgnótt og sóun m.a. textíla. Allar hafa sömu niðurstöðu: Neytendur verða að kaupa minna, kaupa vandaðri flíkur og henda minna. Að fara með fulla poka af fötum í Rauðakross gám er ekki langtíma lausn, það er eiginlega á plani með syndaaflausn sem að hægt var að kaupa frá páfanum í Róm, þar með voru menn syndlausir en héldu áfram að syndga. Á myndinni er blússa sem ég keypti á flóamarkaði, hún var notuð en sem ný. Það voru smá göt framan á henni sem ég bætti með litlum silkibútum, en þeir voru klipptir úr gömlum silkiklút sem enginn notaði en hefur verið nýttur í bætur. Með blússunni segi ég: Reynið að kaupa notað og minnkið þar með heimsframleiðsluna! Það eru bara fátækar sálir sem að halda að það sé fátækrastimpill að kaupa eða fá notaðar flíkur. Eins og maðurinn sem gat ekki hugsað sér að fara með notaðan poka í búðina; fólk heldur að við höfum ekki efni á nýjum! (Aumingi)
1 Comment
Þórunn Sleight
25/4/2020 11:38:04
Bæturnar eru eins og skemmtilegt komment við munstrið á blússunni!
Reply
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
October 2024
|