Móðir mín hefur alltaf haft gaman af því að prjóna og hefur í gegnum tíðina séð mér fyrir peysum, húfum, vettlingum og sokkum. En það kom að því að kona á tíræðisaldri förlaðist sjónin það mikið að hún sér ekki til að prjóna lengur.
Ekki voru þó góð ráð dýr því ég hef lært að prjóna, gera mynstur og reikna út stærðir. Í fyrsta sinn fóru leikar þannig að ég prjónaði á hana móður mína peysu eftir óskum hennar í fyrra sumar og hér er hægt að skoða um það Svo fór mig að vanta vettlinga og ég dreif mig í að prjóna veturinn 2019/20. Ég fékk þá hugmynd að prjóna með grennstu prjónum sem ég á til að vettlingarnir yrðu sem þéttastir og ég var líka að velta fyrir mér hversu mikið þeir myndu geta þófnað ef þeir væru fast prjónaðir. Ég fann til símynstur og hóf að prjóna fyrsta parið. Prjónaði úr íslensku forysturfjár ullarbandi fitjaði upp eitthvað í kringum 60 lykkjur. Vettlingarnir smellpössuðu á hendurnar en það var ekkert rúm fyrir griplur undir né að þeir mættu þófna. Urðu því notaðir sem bæjarvettlingar og ég gaf svo systur minni þá.
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
November 2022
|