MARS heitir þessi heklaða húfa enda er hún hekluð í mars, meira að segja kannski í febrúar. Hún er til sölu ef einhver vill eignast heklaða baskahúfu sem á engan sinn líka. En hvað finnst þér að svona húfa ætti að kosta, þ.e. hvað ertu tilbúin til að borga fyrir svona húfu. Hún er hönnuð af mér, hún er einstök og það mun ekki verða önnur eins verða hekluð. Það verða kannski heklaðar aðrar sem líkjast henni en engin eins. Það tók mig 28 klt að hekla húfuna og síðan að ganga frá endum. Ef þeir klukkutímar eru margfaldaðir með dæmigerðu verkatakakaupi þá er komin dálagleg summa.
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
November 2022
|