Maður hendir saman í köku, reyndar geri ég það ekki hef ekki bakað kökur lengi, komin úr æfingu. Gat einu sinni hent í brauð, blindandi. Ég get ekki heldur hent saman í sýningu heldur er ég árum saman að safna í sarpinn áður en hugmyndirnar verð skýrar og ég treysti mér til að berja þær saman í vef. Núna á ég til slatta af verkum sem ég vann að í tæp tvö ár í vefstólnum en undanfarinn að því verki voru örugglega tvö ár þar sem ég reikaði um Mosfellsheiði á skíðum og einu sinni á hjóli. Ég heimsótti drauga, vörður, og fagra snjóskafla og hugmyndir fóru á kreik í höfðinu. Ein hugmynd varð síðan að veruleika í verkinu "Veðurfregnir" sem var seinasta s.k. einkasýningin mín (einkasýning er þegar maður sýnir einn, en ég var sko ekki ein í húsnæðinu, annar maður sýndi sín verk á efri hæðinni). Nú stefni ég aftur á einkasýningu að þessu sinni verður hún í listasal Mosfellsbæjar apríl - maí 2022. Af hverju í ósköpunum þar? Já lesandi góður það eru ástæður fyrir því og þær sér maður skýrast í listasal Mosfellsbæjar. Næsta skref er að hitta samstarfsmenn mína og vini sem munu aðstoða mig við að setja upp. Það verður á morgun, þ.e. að við hittumst svo fremi sem veður leyfir. Kannski stjórna þeir, kannski ekki. Líklega verður þetta samstarf.
En sem sagt eftir rúman mánuð á sumardaginn annan mun ég opna sýningu á verkum mínum sem að eru afsprengi ráfs míns um Mosfellsheiði.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
June 2024
|