It has been a long winter and it is still amazing me. A long winter full of snow and low pressures. We have been honored with about 40 low pressures since November here in Iceland. on March 10th I did my duty as a SAR (Search and Rescue) team member and spent the day at a road barrier that prevented cars driving up to Hellisheiði heath. There was a severe gales and even where we were stationed in a vehicle just outside of Reykjavík I could easily lean on the wind, like on a big supportive hand without tipping over. On March 14th there was another storm with hurricane force wind gusts. It was due in the morning here in SW Iceland and traveled then up north and east in the afternoon. I was going to a ball on Saturday night the 14th and expected the storm to be over by then. My little garden is very sheltered but this particular Saturday I woke up when the wind started at 7:30 and an hour later there was a draught penetrating in through all the openable window frames and through the closed doorways. Very scary indeed but luckily it only lasted a few minutes. As the weather forecast predicted there was no storm in SW Iceland in the evening the weather was then perfect for attending a ball. Apart from coming to late to the pre-party for the ball, missing the coach taking us to the ball, having to get a ride with a town bus and another one and then run a kilometer in pouring rain wearing a fur coat and a ball dress to reach the ball in the valley Laugardalur, the evening was PERFECT>> A perfect winter with exaggerated weather, lovely skiing conditions and interesting by all means and I have been and am still weaving a piece about the weather and weather forecast. Brilliant isn't it? Þessi langi vetur heillar mig. Fullur af lægðum og stormum og ýktu veðri. Ég sinnti skyldu minni sem björgunarsveitarmaður og sat lokunar vakt í Norðlingaholti þegar Hellisheiðin var lokuð 10. mars. Síðan kom 14 mars lægðin. Garðurinn minn er í miklu skjóli en þennan morgun vaknaði ég við að vindurinn jókst um hálfáttaleytið. Klukkutíma síðar þegar veðurhæðin var sem mest trekkti ínn um öll opnanlega fög þ.mt. dyr og var þetta frekar draugalegt en entist bara í nokkrar mínútur. Spáin rættist, lægðin skreið yfir landið og það var orðið sama sem logn um kvöldið þegar ég og vinnufélagarnir mættu á ball, á árshátíð. Kvöldið byrjaði ekki vel. Ég var of sein í upphitunar partýið, missti af rútunni á ballið, stökk um borð í strætó og annan og þegar ég steig úr síðari vagninum kom hellirigning svo ég hljóp við rót tæpan kílómeter í loðkápu og í síðkjól en ég komst á árhátíðna og það var mjög gaman. Á meðan drundi stormurinn á norður og austurlandi.
Í mínum huga hefur þetta verið hinn fullkomni vetur með öfgakenndu veðri og frábæru skíðafæri akkúrat veturinn sem ég er að vefa veður og veðurfregnaverkið mitt. Dásamlegt er það ekki?
1 Comment
Þórunn
31/3/2015 02:06:11
Gaman að þú skulir taka þetta svona jákvætt. Ég hef ekki heyrt annað en kvart og kvein í allan vetur. Trausti veðurfræðingur þurfti meira að segja að koma í Kastljós til að fullvissa áhorfenda um að það væri ekkert óvenjulegt við þennan vetur!
Reply
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
June 2024
|