Þrjóska eða klikkun að gera við flíkur, staga og bæta þær? Það er spurning nú átímum í heimi ofneyslu og að sama skapa ógurlegs ruslarferlíkis þar sem á ekki svo löngum tíma hafa menn tamið sér að kaupa flík í búð, nota hana nokkrum sinnum og henda henni ef á henni sér, eða án þess að nokkuð sjái á henni. Kaupa svo nýjar jafn endingarlitlar flíkur. Það er ekki mjög langt síðan að það að gera við flíkur oftar en einu sinni þótti sjálfsagður hlutur. Sænska tímaritið Hemslöjd hefur mikið fjallað um neysluhyggju og offramleiðslu mannkyns. Þar var ein grein sem fjallaði um síðu nærbuxur karls eins á 19. öld. Þær voru stagaðar og bættar út í eitt. Hið áhugaverða var að karl þessi var ekki fátækur heldur í góðum efnum og átti virkilega fínar flíkur. En það þótti bara sjálfsagt að gera við flíkur. Allt var unnið í höndunum og þar af leiðandi þekktu flestir í samfélögunum hvað flíkur kostuðu: Kind>rúningur >ull>þvottur>tóvinna>vefnaður>saumaskapur>flík. Flíkur voru oftast framleiddar á heimilunum af heimilisfólki eða af þar til fengnum sérfræðingum t.d. komu vefarar eða skraddarar og saumakonur á heimilin og unnu sín verk. Flíkur eru orðnar ódýrar vörur framleiddar í vélum og þrælum. Mottóið er að framleiða og græða sem mest á fjöldaframleiddum flíkum sem bera brennimerki (brand) einhvers þekkts hönnuðar þannig að neytandi lætur glepjas. Þeir sem eru efst í fatatísku pýramídanum fá fúlgur í sinn vasa en hinir sem eru neðst fá sama sem ekki neitt. Flíkina á myndinni keypti ég á flóamarkaði fyrir nokkrum árum síðan. Var svo óheppin að mér tókst að gera gat framan á henni. Gerði við hana sem hægt er að sjá hér. Svo rifnaði blússan meira, ég hafði asnast til að halla mér upp að eldhúsbekknum þegar ég var að brytja rabbabara. Að þessu sinni klippti ég neðan af henni og bætti hana með heilum bútum úr hálfslitinn silkiblússu. Blússan er aftur nothæf. Við eigum sífellt að bæta flíkur okkar til að berjast gegn ofgnótt. I am a constant mender of clothes. The blouse in the picture was bought in a flea market a few years ago. I managed to make holes on the front of it so I mended it as you can see here . But then I managed to tear the front again when I was cutting rhubarb last summer. Now I decided to cut off the lower part of the blouse and add to it the whole parts of an old worn out silk blouse. And voila, not too bad.
Not so long ago, less than a century, it was obvious that if a garment got torn and worn it was mended, not thrown away or given to charity as a pacifier as today. As long a garments were made at home more or less people were more aware of the real value of garments. Sheep>wool>shearing>washing>wool work>spinning>weaving>sewing. Today there is simply an overflow of garments coming out of the textile industry where slavery thrives and it is the source of pollution and massive heaps of trash in all societies. We have to be constant menders to fight this overflow.
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
July 2024
|