tilefni þess að í dag er alþjóðlegi veðurdaginn langar mig að sýna ykkur myndir frá sýningunni minni "Veðurfregnir". Sýninguna hélt ég í september 2017, 2,5 ár síðan! Tíminn líður hratt. Mig hefði langað að sýna verkið að nýja á 100 starfsári Veðurstofu Íslands en mér hefur ekki tekist að finna eða fá viðeigandi sýningarrými.
Verkið er 7 m breitt og það er ekki hvaða veggur og rými sem er sem að ber þetta verk. Ég var nokkur ár að sanka að mér hugmyndum í þetta verk. Mig langaði að vefa verk úr tuskum um veðurfregnirnar sem hljóma á Rás 1 í útvarpinu og veðrið sem er úti. Þó veðurspáin sé hádramatísk þá er hrynjandi flytjanda veðufregnanna alltaf rólegur og yfirvegaður. Margir af minni kynslóð og þeirri á undan eiga minningar af því að hafa verið að hlusta á veðurfregnirnar og beðið eftir fréttum frá ákveðnum veðurstöðvum en áður þeir vissu af voru veðurfregnir afstaðnar, maður hafði misst af þessum stöðvum og þurfti að bíða eftir næstu veðurfregnum. Einnig gat maður komið upp um sig og hringt í vin sem gat frætt mann um veðrið. Ástæðan væntanlega sú að veður þulan hefur verulega róandi áhrif á mann. Ég hélt lengi vel að ég væri ein um þetta að detta út, en ég hitti marga fyrir a sýningunni minni sem að höfðu lent í því sama. Fyrir fólk sem að er alið upp við að fletta upp veðurfregnum og spám á netinu er þetta óskiljanlegt. Hér geturðu séð myndir og hlustað á hljóð af sýningunni "Veðurfregnir" Minningar um veðurfregnir eru mismunandi. Fyrir mér tengjast þær útvarpi í elhdúsi. Matarlykt, nöfn staða sem ég hafði aldrei heimsótt og þögn, það átti að þegja á meðan runurnar voru lesnar. Pabbi minn var atvinnuflugmaður og flug snerist m.a. um veðrið. Áttu skemmtilega minningu af því að hlusta á veðurfregnir í útvarpi? Sendu mér línu.
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
June 2024
|