Vorið 2022 var afdrífaríkt. Ég hafði selt og flutt af heimili mitt til 20 ára í annað og miklu betra heimili. Fluttningarnir áttu sér stað 28. desember og var það 15 tryggum vinum að þakka að það gekk eins og í sögu að tæma gamla heimilið og fylla nýja heimilið. Veðrið var afburðagott þennan síðdesember dag, aðeins féllu tíu snjókorn af himnum og ekki hreyfði vind. Mér er hugsað til þessara vina þegar ég lít á heimili mitt. Það var grínast með það að ég ætti hræðlega mikið af dóti og ég reyndi að útskýra að stór hluti þess tilheyrði vinnustofunni. Það er alveg rétt. Ég hef oft ímyndað mér að flytja vinnustofuna annað og þá myndi ég eiga stórt or rúmmikið heimili, sem væri alls ekki gott. Ég hef tilhneigingu til að fylla í tómarúmin.
Fluttningar og aðlögun að nýju heimili gengu eins og í sögu og allt var frábært. Vikurnar fyrir páska þetta árið fór ég að finna fyrir verk í hægra læri sem leiddi stundum niður í kálfa þegar ég var á hjólinu mínu. Það ber að taka fram að ég hef notað hjól sem samgöngutæki innan höfuðborgarsvæðisins meira eða minna síðan ég var 12 ára gömul. Miðvikudag fyir skírdag var ég eins og venjulega á hjólinu að versla inn fyrir páskana. Frá Hlemmi á Bústaðarveg í bakaríiið mitt, þaðan yfir Fossvog í fiskbúð í Kópavogi og svo heim með fullar byrðar. Það fattaði ég að það vantaði aðra hjólatöskuna. Ég hafði fundið ansi mikið til þegar ég hjólaði heim m.a. í hægri rasskinn svo ég ákvað að aka að vinnustaðnum við Hlemm og þræða hjólaleiðina akandi ef taskan skyldi hafa dottið af hljólinu eins og hafði gerst einu sinni eða tvisvar áður. Ég ók frá heimili mínu sunnan Hamraborgar og þegar ég var komin að Kringlunni var sárskaukinn í hægra fæti ólíðandi. Ég öskraði af sársauka og reyndi að koma mér fyrir einhvern veginn. Tókst með harmkvælum að þræða hjólaleiðina en í Fossvogi varð ég að stansa bílinn og fara út og hringdi í vin sem á heima rétt hjá þar sem ég tók pásuna og var boðið í tesopa til að róa mig niður. Ég komst heim, en hjólataskan fannst eftir páska þegar glöggur FB vinur sem þekkti einhvern sem að vann í bakkaríinu þar sem ég hafði óvart skilið eftir töskuna. Þetta voru daprir og ömurlegir páskar. Ég var sárkvalin dag og nótt. Gat ekki setið, ekki hjólað og ekki ekið bíl. Gat eingöngu legið á maganum sársauklaust og þurfti að fara á fætur og fara í göngutúr allar nætur í nokkrar vikur eða þangað til að ég hafði bæði fengið greiningu og réttan skammt af lyfjum. Greining tveggja lækna, kírópraktors og sjúkraþjálfara: Piriformis vöðvi í rasskinn þrýstir á skiatíka taugina og framkallar gífurlegan sárskauka. Til að lina þjáningarnar bólgueyðandi, vöðvaslakandi og verkjastillandi lyf á sex tíma fresti. Sjúkraþjálfun, kírópraktík og lyf reglulega í þrjá mánuði. Sjúkraþjálfari og kírópraktor höfðu áhyggjur af þessu gífurlega pilluáti mínu. En það var hægt og sígandi sjálfhætt. Það byrjaði með að ég gleymdi að taka inn morgunskammtin þar sem ég fann ekki til og þannig koll af kolli. Til að gera langa sögu stutta: Þetta ástand er enn við lýði en alls ekki í þeirri svívirðilegu mynd sem var fyrstu þrjá mánuðina. Ég þarf að viðhalda æfingum ogtek pillur ef sársauki hverfur ekki við æfingar. Versta er að ég hef ekki hjólað reglulega í tvö ár! Ég hef gert tilraunir og hef þurft að hætta vegna þessa að klemman tekur sig upp og hefur líka færst í vinstri rasskinn á stundum. Ég keypti nýjan hnakk og endurstillti ýmislegt á hjólinu. Eftir seinustu tilraun til hjólunar ákvað ég að byrja ekki fyrr en ég hætti að fá verki en það eru setur og legur sem að koma þeim af stað. Ég hef þess vegna notað strætó sem farartæki að mestu s.l. tvö ár. Það hefur verið mjööög áhugaverð upplifun. Að því sögðu þá þarf ég að fara í göngutúr núna áður en vinna við vefstólinn hefst í dag. E.s. Ég sé nú það að ég skyldi hafa gleymt hjólatösku í bakaríi þarna fyrir páskana hafi verið afleiðing af verkjum sem að tóku of mikið pláss í heilanum.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
July 2024
|