Lífið úti virðist hafa ráðið ríkjum síðan í febrúar á þessu ári. Úti lífið er utan við bloggið sem ég setti upp fyrir um 5 árum síðan. Ég hef skellt inn myndum og fréttum af helstu myndlistar atburðum mínum á facebók og twitter. Einhvern vegin gengur það hraðar fyrir sig. Það hefur verið margt á döfinni. Ég byrjaði að vefa í vor en þá koma vorið og sumarið og þegar veður er milt þá finnst mér að ég eigi að vera úti. Ég er líka í launaðri vinnu og þar var heilmikið að gera s.l vetur. Skrifstofuvinna en mér finnst hún skemmtileg og hún er meira að segja skapandi. Það er skapandi að vinna í excel skjölum. En um listalífið. Ég er gengin til liðs við Gallerí Gátt í Kópavogi. Man enn ekki hvert heimilisfangið er en ég rata þangað mjög vel. Þar ætla ég að sýna veðurfregnirnar sem ég var að vinna við veturinn 2014-15 að mig minnir. (Verð að fletta þvi upp á blogginu). Það var eiginlega röð tilviljana sem gerðu að verki að ég fæ að sýna þar strax í enda september á þessu ári. Ég mun einnig taka þátt í samsýningu í Haihatus í Finnlandi í september á þessu ári. Sjöundi mánuðirinn á árinu 2017 virðist ætla að vera gjöfull. Það hefur verið gestagangur myndlistarmanna þetta árið . Stéphanie Morissette frá Québec kom í heimsókn með fríðu fylgi. Hér fyrir neðan er mynd af verkum eftir okkur báðar. Það er gaman að tefla saman verkum eftir sjálfan sig og annara. Hér fyrir neðan er hreyfð mynd af krákunni minni og til hliðar við hana eru Mánáreyjar (sjóveður) og geithafur hennar Kristínar Bogadóttur. Ég ætla að taka fleiri svona myndir og birta. Kannski nota ég þrífótinn næst.
Góðar stundir.
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
July 2024
|