Loksins hófst vefnaður að nýju. Eftir að hafa verið verulega upptekin af því í meira en ár að tæma hús, halda flóamarkað og flytja móður mína í annað húsnæði þá kom að því að hefja vefnaðinn að nýju. Ég byrjaði að vefa í október og þetta var farið að renna áfram og hugmyndin mótuð að mestu í kollinu. 6. nóvember fór ég í útkall á vegum HSSR á Snæfellsnesi. Þar ríkti ofsaveður á mörkum fárviðris á fjallinu 30 - 50 m á sekúndu og grenjandi rigning. Þetta var afdrífaríkur dagur fyrir mig því þegar við höfðum fundið hina týndu þá missteig ég mig og breyttist á sekúndubroti úr björgunarmanni í skjólstæðing björgunarsveita. Það þurfti að bera mig niður fjallið. Það var meira en að segja það í þessu helvítis veðri. Síðar kom í ljós að vinstri fótur var illa tognaður, sem gæti hugsast sem bara tognaður, ekki þó brotinn, en það tekur tíma að gróa.Nú eru liðnir meira en 2 mánuðir og fóturinn er ekki orðinn alveg heill. Að vísu finnst mér hann orðinn góður en þegar ég stíg á smá misfellur finn ég til .Enn þarf ég í amk. einn mánuð að fara varlega. Ég byrjaði að stíga vefstólinn að nýju fyrir 5 dögum. Fann til í fæti eftir það en hugurinn var ljómandi af gleði þar sem ég náði að klára stykkið sem ég hafði byrjað á 2 mánuðum fyrr. Nú er ég að byrja á öðru stykki. Fæðingin er erfið. Rakti upp það sem ég var byrjuð á. Það stemmdi ekki. Þemað, frásögnin er gallabuxur og bolir. En þetta er ekki óvenjulegt ástand að vera höktandi á fyrstu sentimetrunum. Fyrr en varir finn ég svörin og þetta mun renna áfram. Finally I have commenced the weaving after a pause of more than 2 months and prior to that more than a year. The year long pause was due to helping my mother selling a house, emptying the house, running a flea market and then moving into a new home. In October a began again weaving. On November 6th I was in a search party on a mountain in W-Iceland to looking for two men who were lost on the mountain. There was a violent storm to hurricane force, 30 - 50 meter / second and it poured down with rain. I managed to sprain my ankle and in a matter of seconds I changed from a rescuer to a victim. Very traumatic experience. I had to be carried down the mountain which was a great feat in the violent weather. The foot is still healing. I started weaving 5 days ago and I have managed to finish the piece I had started working on when the accident was. Now I have started on another piece. I have already unraveled what I had woven and started again. This birth is proving to be a bit difficult but that is no news. Commencing a piece of art can be difficult but I know it will begin rocking and rolling soon.
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
October 2024
|