Ég fékk fyrirspurn um hvað ætti að gera við mottu sem hundur hafði nagað jaðarinn á. Auðvitað gerir maður við en það eru í stórum dráttum tvær leiðir: Gera við svo bótin sjáist eða svo að viðgerðin verði ósýnileg. Hið fyrra vinnst yfirleitt hraðar en síðari kosturinn og þarf ekki að vera síðra fyrir það. Jafnvel þó að bótin sé sýnileg þá sést hún ekki í sumum tilvikum. Verður hluti af heildinni.
Mottan á myndinni kom í farangri mömmu þegar hún flutti til Íslands 1955 eða 56. Eldhúsdregill. Var í stanslausri notkun fyrst í eldhúsi, svo á gangi og að lokum í gróðurhúsi. Var að endingu orðinn svo slitinn að ég klippti hann í þrennt og gekk frá endunum að sjálfsögðu. Einn bútur var orðinn slitinn á jaðri og ég bætti hann, sá sem er á myndinni. Ég nota þessa búta undir hjólið mitt á veturna. hjóleið geymi ég í anddyrinu og þar er flísalagt gólf. Nagladekk hjólsins renna til á flísunum svo mottubútarnir koma í veg fyrir rennsli og fall hjólsins. Einnig taka þeir við bleytu, snjó og malbiki sem berst inn á veturna. Mér finnst gaman að bæta og staga í flíkur og aðrar textíla sem að slitna af notkun. Lengi þannig notkunartímann.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
November 2022
|