Sumardagurinn annar er á morgun en þá er foropnun á sýningu minni "Wörður vinur mínar" í Listasal Mosfellsbæjar. Sumir hafa enga hugmynd um hvar Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur en ég skal lýsa því hér. Í Mosfellsbæ er bygging sem kallast Kjarni. Þar eru skrifstofur Mosfellbæjar til húsa, Bókasafn, hárgreiðslustofa og síðast en ekki síst í upptalningunni; Vínbúð! Hér er kort og þar sem er rauður punktur og á stendur Mosfellsbær þar er byggingin. Það er hægt að leggja fyrir neðan hús eða ofan. Fyrir neðan: Maður fer inn í kjallaran, þar verður Vínbúðin á vinstri hönd og svo upp með rúllustiga og þar fer maður inn á Bókasafnið og áfram inn í Listasalinn.
Fyrir ofan: Maður kemur inn í stórt rými og heldur inn til hægri, inn á Bókasafn og áfram í Listasalinn. Aðeins stærra kort hér fyrir neðan. Gleðilegt sumar, jafnt fyrsta, annan og þriðja í sumri. Velkomin á opnun á morgun og hinn.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
July 2024
|