Ég er að vefa vörður og ég mun sýna þær næsta vor. Ég hef farið um að skoðað vörður, ljósmyndað, látíð þær leiða mig áfram og borðað nesti hjá þeim. Stundum hef ég haft annan félagsskap en vörðu má þar nefna ýmsar vinkonur sem hafa komið með mér í leiðangra (án þess að vita að í undirbúningi væri myndlistarverk og sýning) fuglar eða hrúturinn góði sem ég hitti í gær.
Ég ljósmynda vörðurnar, ég skissa þær upp með blýanti, tússi, kolum eða vatnslitum. Síðan vef ég þær að lokum. þegar mest lætur er ég að vefa myndvef með 10-20 endum og það þarf aldeilis að einbeita sér til að ruglast ekki í ríminu. En þetta starf mitt er gefandi á allan hátt nema fjárhagslega ;) En ég kvarta ekki því ég hef þak yfir höfuðið og nóg að snæða og er í tveimur launavinnum með þessu.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
June 2024
|