Þar sem mig vantaði útivistarvettlinga ákvað ég að prjóna næsta par stærri en hið fyrsta. Prjónar nr 1,5 eins og hinir fyrstu en nú varð fyrir valinu garn frá Orkneyjum, spunnið í Mini-mill ullarvinnslu eins og forustufjárbandið. Ég fitjaði upp um 80 lykkjur að þessu sinni. Nú skyldi vera eitthvað upp á að hlaupa. Í stað sléttra og brugðinna snúninga prjónaði ég geitmynstrið mitt á stroffið. Ég notaði sama símynstur á belginn. Vettlingarnir voru víðir og fínir. Ég vígði þá í skíðaferð í Landmannalaugum vorið 2019. Í frosti en blíðu skíðandi rösklega um hæðir og sléttur þá reyndust þeir of heitir. En það var ágætt. Ég byrjaði að nota þá fyrir alvöru veturinn 2019-20. Sem félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík hef ég setið s.k. lokunarvaktir við Norðilingaholt þegar Hellisheið og Þrengsli eru lokuð. í Einu slíku útkalli í desember voru vaktaskipti og ég og félagi minn ókum sem leið lá að Malarhöfða þar sem húsnæði sveitarinn er. Þetta er venjulega um 7 mínútna akstur en vegna slæmrar færðar þennan dag þá tók ferðin tvo klukkutíma og vorum við að ýta og toga bíla sem höfðu fest sig í sköflum ásamt fleiri félögum. Fyndið atvik í mínum huga var þegar við vorum búin að losa nokkrar smá bíla þá kom flutningabíll og festi sig í skafli. Bílstjórinn var mjög undrandi því hann hafði smogið í gegnum sama skafl fyrr um morguninn. Ég útskýrði fyrir honum að það hafði hlýnað um 5 gráður að minnsta kosti síðan þá og snjórinn breytt um persónuleika. Svo kom smábíll og festist á bakvið flutningabílinn og að endingu kom snjóruðningstæki sem ók fram fyrir flutningsbílinn til að geta kippt honum úr skaflinum, og festist líka. Í og með að það hlýnaði breyttist snjókoma í regn og komst ég að því að gamli góði hjálparsveitargallinn minn var ekki vatnsheldur vatnið lak oní vatnshelda skóna. En með sameiginlegu átaki björgunarsveita á svæðinum losuðum við alla bíla og ég alveg holdvot. Geitavettlingarnir úr Orkneyjarull hlupu á höndum mér þennan dag. Ég teygði aðeins úr þeim og hengdi til þerris og við næstu notku smellpössuðu þeir og voru vindheldir, en ekki komust griplur undir. Þeir höfðu verið víðari en fyrst parið og jafn langir þeim en það breyttist sem sagt þennan dag.
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
June 2024
|