Stundum voru vörður hlaðnar hver með sínu nefi. Ef menn fóru oft um götur og stíga þá þekkti þeir vörðurnar. Ef þeir lentu í þoku eða byl á Mosfellsheiði og fundu vörðu gátu þeir oft gert sér grein fyrir hvar þeir voru ef þeir þekktu vörðuna. Mosfellheiðin er þanni að hún er að miklu leyti auðkennalaus nema maður sjái til fjalla. Ég hef sjálf villst þar í hvítu þ.e. snjór á jörðu og lágskýjað næstum þoka þannig að ekki sást til fjall. Ég bjargaði mér á GPS tæki a.m.k. tvisvar. Eitt sinn hafi ég skíðað frá Þingvallavegi lengst í suður. Þann dag var hvíta. Þegar ég ákvað að snúa við tók ég stefnu á bílinn í gps tækinu og hóf för í þá átt. Ég vissi að eftir 2 km átti ég að skíða yfir tjörn, ísi og snjói lagða. Aldrei kom tjörnin undir skíðunum. Ég dró upp gps tækið og mér til mikillar undrunar sá ég að ég hafði skíðað í hring! Mjög undarleg tilfinning að vera algjörlega eins og álfur úti á túni. Ég rataði rétta leið þegar ég hafði náð áttum. Þetta var góð áminning. um að maður þekkir ekki svæði þó maður haldi það. Bera skal virðingu fyrir náttúrunni og umhverfinu. Maðurinn er bara montið peð.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
June 2024
|