It is not quite correct. I wove a few feet last week but I spent the weekend with friends skiing to a hut, sweating in a sauna, rolling in the snow ( I was the only one who dared), ate dinner and had wine and shots and then of course we skied back next day. The work I am making is about the weather and weather reports therefor I want to spend time in the outdoors to keep the contact with the forces. The weather we had during the two days was according to the weather forecast. The first day there was sunshine, a northern breeze that changed into a gale when it squeezed itself around the mountain Hengill. And then in the afternoon when we were in a valley under the mountain there was suddenly a calm, the sun shone and the surface of the snow melted slightly making it perfect for the cross country skis' gliding and gripping. The sky a total blue. When we were at the hut after sunset the stars twinkled above us, the Aurora borealis made strips in the sky and the moonshone and everything was perfect. I took no pictures of the Aurora borealis because that is what is fashionable now on this island. I am against the wind in many senses. On our way back to to cars the next day it gradually got windier but luckily we were running before the ice cold N-E wind ( -8°& wind is COLD). The skiing was really light. Now I am looking forward to the loom. Had to go to work and earn my living today in the office. Such is life. True artists can't earn their living from their art-making, because it is too complex for their contemporaries. They struggle with day jobs squeezing in time for their call: creating ART. Is that true? What is your opinion? Ég óf nokkur fet í s.l. viku en helgina fór ég í skíðaferð með vinum í bústað þar sem var svitnað í sánu, velt sér upp úr snjónum(bara ég), etinn matur, drukkið vín og snafs og auðvitað skíðuðum við til baka næsta dag.
Verkið sem ég er að vinna er um veður og verðufregnir þess vegna þarf ég að verja tíma úti til að vera í náttúruöflunum til að safna innblæstri. Veðurspáin rættist þessa tvo daga og var okkur í hag. Fyrri dgainn var sólskin, norðan gola sem var á stundum stinningsgola eða kaldi þegar vindurinn smaug í kringum Hengilinn og eyrun frusu. En svo komum við í dal norðan Hengils og þar datt á dúnalogn og sólin hitaði snjóinn og hann var fullkominn fyrir rennsli og grip skíðanna. Himininn heiður. Eftir sólsetur glitruðu stjörnur á himni yfir bústaðnum og norðuljós teygðu sig yfir himininn og tunglið var að fyllast. Ég tók engar norðurljósa myndir því það er tískan í dag og ég er á móti straumi. Daginn eftir á leið í bílana hvesst hægt og sígandi en það var meðbyr. N-A vindur og -8 stiga frost og skíðunin var létt. Nú er ég farin að hlakka til vefstólsins. Varð að mæta í skrifstofuvinnuna mína til að vinna fyrir mér. Svona er lífið . Alvöru myndlistarmenn græða aldrei neitt á myndlist sinni af því að hún er of flókin fyrir samtímann. Þeir berjast í dagvinnu til að vinna fyrir sér og troða inn tíma til að stunda sköpun í LIST. Er þetta satt? Hvað heldur þú?
0 Comments
Your comment will be posted after it is approved.
Leave a Reply. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
November 2022
|