Nóvember, hausti lýkur og framundan er vetur. Hvernig veturinn verður er erfitt að spá um en það kemur í ljós og fyrr en varir er maður í þeirri stöðu að líta til baka og segja eitthvað á þessa leið: Þetta var nú meiri veturinn hvernig ætli sumrið verði?
Ég óf fyrst Vor eftir göngu og uppljómun á litum vorsins þar sem himininn speglaðist í pollunum. Síðan kom Haust sama ár og loks November. Vetrarverkið var þegar ofið en af allt öðrum meiðin. Hugmynd dagsin; vefa vetur í rósabandi. November, end of autumn and ahead is winter. What kind of winter it will be is hard to say. Soon enough it has passed and we look back in awe and ahead in wonder; how will the summer turn out? After weaving Spring and Autumn 2012 this ragrug was created in the same year.
0 Comments
Að vefa er ekki bara að sitja við vefstólinn, skjóta inn ívafi og berja saman vefinn. Á undan hefur mikið starf verið unnið. Útreikningar; breidd, lengd, þéttleiki, þyngd. Það þarf að rekja slöngu í uppistöðu. Það þarf að koma slöngunni í vefstólinn; rifja. Í venjulegu árferði hef ég kallað til góða vini sem hafa aðstoðað mig við það verk. Yfirleitt 5 manns eða fleiri. 3- 4 sitja á gólfinu og halda í slönguna. Þeir verða að halda jafnri spennu alla breiddina. Síðan er einn eða tveir sem aðstoða við að rifja; snúa sveif sem snýr slöngurifi. Mörg önnur handtök eru í þessari aðgerð. Að rifjun lokinni þá hefur alltaf verið teboð og kökur og mikið spjallað. Að þessu sinni vann ég þetta ein. Mjórri vefbreidd og styttri slanga, þá gengur þetta. Aðstoðar "menn" voru staflar af bókum, Kjarval og Náttúra Mývatns lögðu hönd á plóg. Þessi aðferð gengur en það er alltaf miklu betra að hafa aðstoð og líka svo miklu skemmtilegra. Á eftir var eins manns teboð. Before I can weave there is a lot of work: calculating breadth, length, density, weight. Warping, beaming. The beaming usually takes a crew of five. This time due to Covid 19 I beamed with the aid of books. Narrower warp and shorter so I succeeded. It is more fun with a crew, and the tea and cakes party afterwards, this time I was the sole company. Þegar búið er að rifja þarf að draga í haföld og skeið. Síðan þarf að hnýta fram og jafna spennuna í uppistöðunni. Það þarf að skissa verkið og vinna í skissunum þar til maður er sáttur.
Ívafið mitt sem er unnið úr tuskum þarf að skera niður og klippa í lengjur. Vinda upp. Finna út hvernig litunum skal raða saman. Ég lita ekki efni ég safna tuskum og vinn úr þeim litum sem ég á til. Ef það vantar sárlega einhvern lit auglýsi ég t.d. á fésbókina. Ég skal segja frá því í næstu færslu. Eins og ég skrifaði seinast, eða þar seinast þá lagðist þráin til sköpunar í híði í um tveggja ára skeið. En það fór að rofa til í desember og svo fór skissu vinna af stað eftir áramótin í byrjun þessa árs. Þegar síðan Covid19 brast á hjá okkur á Íslandi þá var vinnan í vinnustofunni minni komin af stað en launavinnan fór minnkandi. Að lokum fór svo að mér var sagt upp launavinnan ásamt þúsundum öðru sem höfðu unnið innan Icelandair Group. Ég fékk að taka þátt í stærstu fjöldauppsögn sögunnar á Íslandi. Ég er bæði heppin og óheppin. Ég hef nóg að gera við mína eigin sköpun verst bara að enn sem komið er gefur hún lítið í aðra hönd. Ég er samt komin með launavinnu, aðeins 25% vinnu við þrif og á móti þigg ég atvinnuleysisbætur. En ég er að skima eftir annari vinnu. Ég er að vinna á fullu hér heima þar sem vinnustofa mín er og vil helst ekki fara af bæ, en geri það samt til að sækja launavinnuna og til að afla fæðu og sinna nánustu ættingjum sem eru systir mín og móðir. Einnig hef ég hitt nokkra vini og við stundað útivist tveir saman í einu. En hér í vinnustofunni minni er svo gaman. Hér er ég ein að vefa, ganga frá verkum, undirbúa efni, skissa meta og vega hvert næsta skref á að vera. Stundum er skrýtið hvernig hlutirnir æxlast. Ég las bók og viðtöl við listakonuna Britta Marakatt-Labba í fyrra vetur og það kveikti á einhverju í huga mínum sem að kom sköpunarþránni af stað. Þegar ég vinn hlusta ég á hljóðbækur. Ég hef verið að hlusta á bækur eftir Kanadíska rithöfundin Louise Penny. Krimmar með meiru. Þar eru tvær persónur sem ég tengi við; myndlistakona og rithöfundur. Hér neðar eru nokkrar myndir af verkum og vinnu. I am both fortunate and unlucky. Due to Covid19 I was given the notice from my paid job at Icelandair Group. Ironically I was part of the biggest notice given in Iceland at the same time, thousands of us which is a record. Always some solace ;). I got another paid job, only ten hours a week and I also accept unemployment benefits. But the work in my studio is rocking. After having lost the yearning for creating for two years I am again enjoying myself immensely in my studio, preparing material, sketching and contemplating the next step. I am on my own in my studio and totally happy and would rather not leave it, but I do in order to stay sane. I need to go to the paid job twice a week. I need to buy food and see my sister and mother and a handful of friends. I have been listening to a series of books, crime novels and more by The Canadian author Louise Penny and I connect with two of the characters an artist and a writer. Here below are some pictures of work in the studio. Í mars þetta ár 2020 fór allt á hliðina á íslandi vegna Covid19 flensunnar. Þetta hafði þó byrjað fyrr annars staðar í heiminum. Ég vann á ferðskrifstofu og hafði verið mjög ánægð í starfi. En það fór sem fór mér var sagt upp ásamt 80% annara starfsmanna. Á meðan að ósköpin dundu á þá fór sköpunar kvörnin í höfði mér af stað og löngun til að skapa spratt upp. Ég var búin að vera frekar áhyggjufull yfir því að langa ekki til að setjast við vefstólinn og berja saman tuskur í verk. Ekki veit ég hvort það var tilburðir mínir s.l. tvö ár sem að leiddu af sér að löngunin kom aftur eða ástandið í heiminum en þetta gerðist. Ég er búin að vefa þrjár vörður. Fleiri eru í höfðinu á mér. Er að skissa eina á pappír með blýanti enn sem komið er.
Auðvitað ætla ég að sýna afraksturinn þegar öll verkin eru tilbúin og ég er a skima eftir sýningarrými. Annað sem mig langar gera er að leigja mér húsnæði sem að hentaði undir svo kallaða yfirlitssýningu og sýna afrakstur s.l. 30 ára! Vefstofan er komin í stand eftir tveggja ára hlé, tveggja ára vefnaðarstíflu.
Ekki veit ég hvað það var sem olli en öll löngun til að vefa var á brott og vefstóllinn safnaði ryki og allt efnissafnið mitt var í rugli. Það fóru þó nokkrir dagar í að fara í gegnum tuskurnar og flokka og átta mig á hvað ég ætti til. Næsta verk var reyna koma í vefnað kynnum mínum við Mosfellsheiði og Almenning á einhvern veg. Ég var með hugmyndir í kollinum sem fengu á sig mynd á pappír. Fæðing verka úr hugmynd gengur stundum hægt. Þetta hafðist allt. Búin að vefa eitt verk sem ég held standi fyrir sínu. Annað verk í vinnslu í vefstólnum. Best að flýta sér hægt. Þrjóska eða klikkun að gera við flíkur, staga og bæta þær? Það er spurning nú átímum í heimi ofneyslu og að sama skapa ógurlegs ruslarferlíkis þar sem á ekki svo löngum tíma hafa menn tamið sér að kaupa flík í búð, nota hana nokkrum sinnum og henda henni ef á henni sér, eða án þess að nokkuð sjái á henni. Kaupa svo nýjar jafn endingarlitlar flíkur. Það er ekki mjög langt síðan að það að gera við flíkur oftar en einu sinni þótti sjálfsagður hlutur. Sænska tímaritið Hemslöjd hefur mikið fjallað um neysluhyggju og offramleiðslu mannkyns. Þar var ein grein sem fjallaði um síðu nærbuxur karls eins á 19. öld. Þær voru stagaðar og bættar út í eitt. Hið áhugaverða var að karl þessi var ekki fátækur heldur í góðum efnum og átti virkilega fínar flíkur. En það þótti bara sjálfsagt að gera við flíkur. Allt var unnið í höndunum og þar af leiðandi þekktu flestir í samfélögunum hvað flíkur kostuðu: Kind>rúningur >ull>þvottur>tóvinna>vefnaður>saumaskapur>flík. Flíkur voru oftast framleiddar á heimilunum af heimilisfólki eða af þar til fengnum sérfræðingum t.d. komu vefarar eða skraddarar og saumakonur á heimilin og unnu sín verk. Flíkur eru orðnar ódýrar vörur framleiddar í vélum og þrælum. Mottóið er að framleiða og græða sem mest á fjöldaframleiddum flíkum sem bera brennimerki (brand) einhvers þekkts hönnuðar þannig að neytandi lætur glepjas. Þeir sem eru efst í fatatísku pýramídanum fá fúlgur í sinn vasa en hinir sem eru neðst fá sama sem ekki neitt. Flíkina á myndinni keypti ég á flóamarkaði fyrir nokkrum árum síðan. Var svo óheppin að mér tókst að gera gat framan á henni. Gerði við hana sem hægt er að sjá hér. Svo rifnaði blússan meira, ég hafði asnast til að halla mér upp að eldhúsbekknum þegar ég var að brytja rabbabara. Að þessu sinni klippti ég neðan af henni og bætti hana með heilum bútum úr hálfslitinn silkiblússu. Blússan er aftur nothæf. Við eigum sífellt að bæta flíkur okkar til að berjast gegn ofgnótt. I am a constant mender of clothes. The blouse in the picture was bought in a flea market a few years ago. I managed to make holes on the front of it so I mended it as you can see here . But then I managed to tear the front again when I was cutting rhubarb last summer. Now I decided to cut off the lower part of the blouse and add to it the whole parts of an old worn out silk blouse. And voila, not too bad.
Not so long ago, less than a century, it was obvious that if a garment got torn and worn it was mended, not thrown away or given to charity as a pacifier as today. As long a garments were made at home more or less people were more aware of the real value of garments. Sheep>wool>shearing>washing>wool work>spinning>weaving>sewing. Today there is simply an overflow of garments coming out of the textile industry where slavery thrives and it is the source of pollution and massive heaps of trash in all societies. We have to be constant menders to fight this overflow. Ég álpaðist að skíða yfir Grænlandsjökul fyrir tugum ára síðan. Við þurftum að vera með góðan búnað hvort sem voru klæði, skíði, tjald eða eldunartæki. Ég átti nýlega gore tex lúffur sem ég hafði keypt mér í Bandaríkjunum. Skelin var úr Gore tex efni en innri vettlingurinn úr fleece sem er oft ritað flís á íslensku. Fleece er enska og þýðir reyfi; reyfi af sauðkind. Ég hef aldrei skilið af hverju frekar sérstakt orð um ull sem kemur af lifandi skepnu sé notað um efni sem er unnið úr plasti og er eldfimt á meðan ull er eldtefjandi efni.
Ég hafði notað lúffurnar fyrst með flísvettlingunum undir, en líkaði það ekki nógu vel. Það var minnsta mál að ná vettlingunum úr belgi lúffanna, aðeins fest með fersentimetra af frönskum rennilás. Þegar að Grænalandsjökuls túrnum kom í maí 1998 þá ákvað ég að ég ætlaði ekki að hafa flisvettlingana með. Ég átti í fórum mínum fallega vettlinga sem ég var ekki byrjuð að nota. Ég hafði keypt þá á handverksmarkaði í Reykjahlíð við Mývatn sumarið áður og eru þeir handprjónaðir úr tvíbandi en ég hef því miður glatað miðanum með nafni þess sem að prjónaði. Vettlingarnir hafa reynst vel sem fóður í lúffum. Þeir hafa þófnað lítið eitt og slitnað en ég hef bara stoppað í þá eins og ég geri almennt við vettlinga og ullarsokka af mér. Það var miklu þægilegra að mínu mati að vera í ullarvettlingum innan í lúffu-skelinni heldur en þetta flísefni og svo hafa þeir enst svo vel þrátt fyrir að þá sjái á þeim en þeir eru rúlega 20 ára gamlir eftir allt saman og mikið notaðir. Á myndinni eru Grænlandsvettlingarnir úr Mývatnssveit með nýjasta vettlingnum mínum sem ég á eftir að segja frá. Ég er ekki byrjuð að nota nýjasta parið og þeir hafa enga sögu að segja enn sem komið er. Vettlingarnir úr Orkneyar bandinu hlupu ansi mikið, ullin er toglaus og mér datt í hug að tog gæti ef til vill haft áhrif á hversu mikið vettlingar hlaupa við blautverk. Ég ákvað að prjóna næsta par úr forystufjárbandi þar sem er tog í bland við þel. Ég ákvað að vera ekki að eyða eða verja tíma í að prjóna geitastroff heldur prjónaði stutt stroff með sléttum og brugðnum lykkjum. Ég ákvað að hafa þumlana víðari en á mórauðu geitavettlingunum. Gleymdi þeirri ákvörðun þegar ég prjónaði fyrri vettlinginn þannig að seinni vettlingurinn er með víðari þumli. Frábærir vettlingar. Ég vígði þá í göngu að Borgarhólum á Mosfellsheiði í hinu fegursta éljaveðri. Göngufélaganum fannst við fyrstu sýn að ég væri frekar illa vettlinguð en þegar hún mátaði þá fann hún að þeir voru jafnheitir og skíðalúffurnar hennar. Vettlingarnir komu vel út í fyrstu ferð og allar næstu ferðir. Fór oft í þeim á gönguskíði í frosti og vindi og alltaf var mér hlýtt á höndunum. Það kom þó að prófrauninni. Við vorum tvær sem að ætluðum í 2 ktl gönguskíðaferð við rætur Mosfelllsheiðar og síðan að heilsa upp á kunningja í sumarbústað í nándinni og þiggja veitingar og bað í heitum potti. Heiðskírt var og frost og nægur snjór. Við ókum einum skafli of langt og bíllinn sat fastur. í þrjá klt mokuðum við snjó og það var að mestu legið við þetta verk. Við losuðum bílinn þrisvar og festum jafn oft aftur. Einn bústaðs gestgjafanna kom og aðstoðaði okkur með auka skóflur því skaft annarrar skóflu okkar hafði brotnaði í látunum. Það kólnaði hratt þegar sól gekk til viðar. Við fengum aðstoð úr öðrum sumarbústaði, maður á öflugum jeppa dró slyddu jeppann úr síðustu hnappheldunni. Frostið hafði aukist til muna. Vettlingarnir fínu höfðu blotnað við moksturinn og voru orðnir gaddfreðnir. Mér var skítkalt. Til að ná upp hita í kropinn skíðaði ég ein að bústaðnum þar sem okkar var von en skíðafélaginn fékk far með húsráðendum. Tuttugu mínútna skíðatúr í brakandi frábæru snjófæri, með fullkominn áburð undir skíðunum sem rann og beit sem skyldi. Hiti fór að berast til handa og fóta með hverju skíðaskrefinu og gaddfreðnir vettlingarnir voru furðulega heitir. Stirndur himinn yfir höfðinu heilsaði mér og allt varð gott aftur. Vettlingarnir hlupu, þófnuðu og skruppu saman en ekki alveg jafn mikið og Orkneyjabands vettlingarnir. Víðari þumallinn sá á vinstri vettlingi er enn þægilega víður og hinn hægri er bara mátulegur. Þeir eru alveg vindheldir núna. Eftir þetta hlaup var kominn tími á að prjóna enn eitt vettlingapar. Þar sem mig vantaði útivistarvettlinga ákvað ég að prjóna næsta par stærri en hið fyrsta. Prjónar nr 1,5 eins og hinir fyrstu en nú varð fyrir valinu garn frá Orkneyjum, spunnið í Mini-mill ullarvinnslu eins og forustufjárbandið. Ég fitjaði upp um 80 lykkjur að þessu sinni. Nú skyldi vera eitthvað upp á að hlaupa. Í stað sléttra og brugðinna snúninga prjónaði ég geitmynstrið mitt á stroffið. Ég notaði sama símynstur á belginn. Vettlingarnir voru víðir og fínir. Ég vígði þá í skíðaferð í Landmannalaugum vorið 2019. Í frosti en blíðu skíðandi rösklega um hæðir og sléttur þá reyndust þeir of heitir. En það var ágætt. Ég byrjaði að nota þá fyrir alvöru veturinn 2019-20. Sem félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík hef ég setið s.k. lokunarvaktir við Norðilingaholt þegar Hellisheið og Þrengsli eru lokuð. í Einu slíku útkalli í desember voru vaktaskipti og ég og félagi minn ókum sem leið lá að Malarhöfða þar sem húsnæði sveitarinn er. Þetta er venjulega um 7 mínútna akstur en vegna slæmrar færðar þennan dag þá tók ferðin tvo klukkutíma og vorum við að ýta og toga bíla sem höfðu fest sig í sköflum ásamt fleiri félögum. Fyndið atvik í mínum huga var þegar við vorum búin að losa nokkrar smá bíla þá kom flutningabíll og festi sig í skafli. Bílstjórinn var mjög undrandi því hann hafði smogið í gegnum sama skafl fyrr um morguninn. Ég útskýrði fyrir honum að það hafði hlýnað um 5 gráður að minnsta kosti síðan þá og snjórinn breytt um persónuleika. Svo kom smábíll og festist á bakvið flutningabílinn og að endingu kom snjóruðningstæki sem ók fram fyrir flutningsbílinn til að geta kippt honum úr skaflinum, og festist líka. Í og með að það hlýnaði breyttist snjókoma í regn og komst ég að því að gamli góði hjálparsveitargallinn minn var ekki vatnsheldur vatnið lak oní vatnshelda skóna. En með sameiginlegu átaki björgunarsveita á svæðinum losuðum við alla bíla og ég alveg holdvot. Geitavettlingarnir úr Orkneyjarull hlupu á höndum mér þennan dag. Ég teygði aðeins úr þeim og hengdi til þerris og við næstu notku smellpössuðu þeir og voru vindheldir, en ekki komust griplur undir. Þeir höfðu verið víðari en fyrst parið og jafn langir þeim en það breyttist sem sagt þennan dag. Móðir mín hefur alltaf haft gaman af því að prjóna og hefur í gegnum tíðina séð mér fyrir peysum, húfum, vettlingum og sokkum. En það kom að því að kona á tíræðisaldri förlaðist sjónin það mikið að hún sér ekki til að prjóna lengur.
Ekki voru þó góð ráð dýr því ég hef lært að prjóna, gera mynstur og reikna út stærðir. Í fyrsta sinn fóru leikar þannig að ég prjónaði á hana móður mína peysu eftir óskum hennar í fyrra sumar og hér er hægt að skoða um það Svo fór mig að vanta vettlinga og ég dreif mig í að prjóna veturinn 2019/20. Ég fékk þá hugmynd að prjóna með grennstu prjónum sem ég á til að vettlingarnir yrðu sem þéttastir og ég var líka að velta fyrir mér hversu mikið þeir myndu geta þófnað ef þeir væru fast prjónaðir. Ég fann til símynstur og hóf að prjóna fyrsta parið. Prjónaði úr íslensku forysturfjár ullarbandi fitjaði upp eitthvað í kringum 60 lykkjur. Vettlingarnir smellpössuðu á hendurnar en það var ekkert rúm fyrir griplur undir né að þeir mættu þófna. Urðu því notaðir sem bæjarvettlingar og ég gaf svo systur minni þá. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Archives
November 2022
|