,Fyrir áramótin auglýsti ég á FB eftir köflóttum skyrtum. Svör bárust fljótlega og ég sótti skyrtur heim til fólks og nokkrir komu færandi hendi. Hér er afrakstur köflóttra skyrta sem ég hef sneitt niður og ofið úr. Einn bútur verður á lítlli samsýningu Textílfélagsins í Hönnunarsafninu Garðatorgi í maí held ég, að minnsta kosti á að skila inn verkunum 27. mái eða eitthvað þannig. Svo getur verið að bútnum mínum verði hafnað. Best að undirbúa sig undir hið leiða.
Ég hef alltaf haft mest gaman af að vefa þykkar tuskumottur sem sumar prýða veggi, aðrar gólf eða húsgögn. Ég á heilmikinn efnivið sem ég og mamma höfum skorðið og klippt niður gegnu tíðina í mátulega þykkar lengjur. En þetta skyrtuverkefni er öðruvísi. ívavið er er þynnra og sama er að segja um uppistöðuna og ég þurfti að gera nokkrar prufur til að átta mig á þykkt, skrepp, þan, tog og margt fleira sem varðar efnið. Áttaði mig á því að ég þekki þykkt uppistöðugarn ansi vel, sú þekking hefur verið frekar ómeðvituð. Fyrir mörgum árum sagði kollegi í textíllist að sér fyndist ég ætti að víkka sjóndeildarhringinn og vefa úr einhverju öðru en tuskum. Ég svaraði því til að enn ætti ég eftir að prufa fullt af möguleikum sem að tuskuvefur byði upp á. Núna nokkrum áratugum seinna er ég enn í þeim sporum að eiga eftir ýmislegar aðferðir í tuskuvef. Þessa lengju, sem sést á myndunum hér fyrir ofan, hafði ég upphaflega ætlað að nota sem efni í flík á sjálfa mig. En þegar ég hafði fellt vefinn og ég sá hann allan í fyrsta sinn, þá laust nokkrum hugmyndum niður og ég tími ekki að klippa í búta og saum flík sem stendur. Þegar ég sýndi kollegu minni Katalín lengjuna var hún sama sinnis. Þetta verk heldur áfram.
0 Comments
Vorið 2022 var afdrífaríkt. Ég hafði selt og flutt af heimili mitt til 20 ára í annað og miklu betra heimili. Fluttningarnir áttu sér stað 28. desember og var það 15 tryggum vinum að þakka að það gekk eins og í sögu að tæma gamla heimilið og fylla nýja heimilið. Veðrið var afburðagott þennan síðdesember dag, aðeins féllu tíu snjókorn af himnum og ekki hreyfði vind. Mér er hugsað til þessara vina þegar ég lít á heimili mitt. Það var grínast með það að ég ætti hræðlega mikið af dóti og ég reyndi að útskýra að stór hluti þess tilheyrði vinnustofunni. Það er alveg rétt. Ég hef oft ímyndað mér að flytja vinnustofuna annað og þá myndi ég eiga stórt or rúmmikið heimili, sem væri alls ekki gott. Ég hef tilhneigingu til að fylla í tómarúmin.
Fluttningar og aðlögun að nýju heimili gengu eins og í sögu og allt var frábært. Vikurnar fyrir páska þetta árið fór ég að finna fyrir verk í hægra læri sem leiddi stundum niður í kálfa þegar ég var á hjólinu mínu. Það ber að taka fram að ég hef notað hjól sem samgöngutæki innan höfuðborgarsvæðisins meira eða minna síðan ég var 12 ára gömul. Miðvikudag fyir skírdag var ég eins og venjulega á hjólinu að versla inn fyrir páskana. Frá Hlemmi á Bústaðarveg í bakaríiið mitt, þaðan yfir Fossvog í fiskbúð í Kópavogi og svo heim með fullar byrðar. Það fattaði ég að það vantaði aðra hjólatöskuna. Ég hafði fundið ansi mikið til þegar ég hjólaði heim m.a. í hægri rasskinn svo ég ákvað að aka að vinnustaðnum við Hlemm og þræða hjólaleiðina akandi ef taskan skyldi hafa dottið af hljólinu eins og hafði gerst einu sinni eða tvisvar áður. Ég ók frá heimili mínu sunnan Hamraborgar og þegar ég var komin að Kringlunni var sárskaukinn í hægra fæti ólíðandi. Ég öskraði af sársauka og reyndi að koma mér fyrir einhvern veginn. Tókst með harmkvælum að þræða hjólaleiðina en í Fossvogi varð ég að stansa bílinn og fara út og hringdi í vin sem á heima rétt hjá þar sem ég tók pásuna og var boðið í tesopa til að róa mig niður. Ég komst heim, en hjólataskan fannst eftir páska þegar glöggur FB vinur sem þekkti einhvern sem að vann í bakkaríinu þar sem ég hafði óvart skilið eftir töskuna. Þetta voru daprir og ömurlegir páskar. Ég var sárkvalin dag og nótt. Gat ekki setið, ekki hjólað og ekki ekið bíl. Gat eingöngu legið á maganum sársauklaust og þurfti að fara á fætur og fara í göngutúr allar nætur í nokkrar vikur eða þangað til að ég hafði bæði fengið greiningu og réttan skammt af lyfjum. Greining tveggja lækna, kírópraktors og sjúkraþjálfara: Piriformis vöðvi í rasskinn þrýstir á skiatíka taugina og framkallar gífurlegan sárskauka. Til að lina þjáningarnar bólgueyðandi, vöðvaslakandi og verkjastillandi lyf á sex tíma fresti. Sjúkraþjálfun, kírópraktík og lyf reglulega í þrjá mánuði. Sjúkraþjálfari og kírópraktor höfðu áhyggjur af þessu gífurlega pilluáti mínu. En það var hægt og sígandi sjálfhætt. Það byrjaði með að ég gleymdi að taka inn morgunskammtin þar sem ég fann ekki til og þannig koll af kolli. Til að gera langa sögu stutta: Þetta ástand er enn við lýði en alls ekki í þeirri svívirðilegu mynd sem var fyrstu þrjá mánuðina. Ég þarf að viðhalda æfingum ogtek pillur ef sársauki hverfur ekki við æfingar. Versta er að ég hef ekki hjólað reglulega í tvö ár! Ég hef gert tilraunir og hef þurft að hætta vegna þessa að klemman tekur sig upp og hefur líka færst í vinstri rasskinn á stundum. Ég keypti nýjan hnakk og endurstillti ýmislegt á hjólinu. Eftir seinustu tilraun til hjólunar ákvað ég að byrja ekki fyrr en ég hætti að fá verki en það eru setur og legur sem að koma þeim af stað. Ég hef þess vegna notað strætó sem farartæki að mestu s.l. tvö ár. Það hefur verið mjööög áhugaverð upplifun. Að því sögðu þá þarf ég að fara í göngutúr núna áður en vinna við vefstólinn hefst í dag. E.s. Ég sé nú það að ég skyldi hafa gleymt hjólatösku í bakaríi þarna fyrir páskana hafi verið afleiðing af verkjum sem að tóku of mikið pláss í heilanum. Tæðe-sessur eru ofnar úr tuskum, of course, hvað annað. Ég held mig við tuskuvef eins og ég get þvi mér finnst bæði frábært að endurvinna eittvað í annað dásamlegra. mig vantaði í raun sjálfri sessur á kollana mína og var að garfa í efnunum mínum. Man eftir því að að ekki var óalgengt, og kannski er ekki óalgengt a nota tuskumottur á bekki til að sitja á. Ég hóf því vefnaðinn og ákvað að vera svoldið hefðbundin með rendurnar. Allra fyrsta sessan er þessi með bláu röndunum. En mér þykir bara ekkert gaman að vefa einhverja endurtekningu, það er fyrir einhverjar allt aðrar persónur svo að sessurnar hafa þróast. Sú seinasta sem ég hef ofið er sú sem að veltur niður tröppurnrnar. Það er Tæðe-sessa á bekk/kommóðu systur minnar. Nafnið Tæðe-sessur. Mér finnst það hljóma vel. Finnska orðið taide þýðir list eða myndlist. Ég aðlagaði orðið að mér og minni sköpun og úr varð Tæðe. Hér er hægt að skoða verðin: Hér sel ég verk mín - Selling my work Þetta var eftirminnileg opnun og sýning vegna margra hluta. Fyrst og fremst var ánægjulegt hversu vel sýningunni var tekið og ég var auðvitað himinlifandi yfir því að hafa getið verið með einkasýningu árið sem ég varð sextug.
Þessi hugmynd var búin að velkjast í mér lengi lengi og voru tíðar gönguskíðaferðir um Mosfellsheiði kveikjan eða hugmyndin var fædd og þar af leiðandi heillaði Mosfellsheiðin mig og dró mig á skíði. Veit ekki hvort var. Þarf að íhuga þetta betur. Ég segi betur frá síðar. Þarf að hugsa þetta og svo bíður vefstóllinn með tilraunaverkefni sem ég segi frá síðar. Skammdegið er fagur tími. Birtan býður sífellt upp á eitthvað nýtt og áhugavert að virða fyrir sér. Vetrarsól framkallar myndir á eldhúsveggnum hjá mér sem sjást ekki á öðrum árstíma. Auðvitað eru þessar sem hanga á veggjunum þarna eins lengi og mér sýnist.
Mér finnst gaman að ýmsum lífverum. Ég bjarga iðulega ánamöðkum sem verð innlyksa á steyptu yfirborði þegar þeir halda að þeir hafi flúið vatsnósa bæli sín í moldinni. Ég heilsa alltaf köttum á förnum vegi sem og hundum og fuglum og fólki. Á leið heim úr sundi, gangandi að rétt fyrir kl. 10 eitt kvöld heilsaði ég gulum ókunnum ketti sem sat við endan á efsta raðhúsinu við Vogatungu, oddatölumegin. Hann fagnaði mér og kom og strauk sér um fætur mér.Hann var með ól um hálsinn með undarlegum silíkon poka á en hann var tómur. Svo fór að kötturinn flækist fyrir fótum mér og spjallaði alla leið heim að dyrum á nr. 7. Hann kom inn og skoðaði sig um og ég ýtti honum út því það var kominn háttatími og einhver beið hans heima. Ég fékk þó bakþanka og opnaði FB síðu um týnda ketti. Einn gulur týndur frá Hafnarfirði. Líklegur. Sendi eiganda skilaboð. í þræðinum sá ég mynd af alveg eins ól og "minn" köttur var með. Hmm, ég spurði um ólina og var sagt að þetta væri gps tækis ól. Hefurðu séð þennan kött spyr viðmælandi minn? Hann er auglýstur týndur.Viðmælandinn, dýrahjúkrunafræðingur, sendi mér slóð og ...ég rauk út í dyr og kallaði út í myrkrið á kisa og hann kom hlaupandi tilbaka og beint inn. Nú lokaði ég kyrfilega á eftir honum. Hann fór undir rúm og byrjaði að snyrta sig hátt og lágt. Ég hafði upp á eiganda: Já það er rifa/ör á eyrnartindinum, já hann er með svona ól, já hann er mjööög vinalegur. Við þurfum myndir: Já þetta er hann. Við komum! Við kisi biðum og fengum okkur hárfisk á meðan. Um hálftólf kom eigandi með kattamat. Kötturinn heilsaði honum með virktum en þegar kattamatur stóð til boða gleymdust allar sorgir. Kisi sem er kallaður Snúður á heima í Úlfarsárdal. Gps sporin hans sýna að hann heldur sig yfirleitt í ákvðenu radíus í kringum heimili sitt. Eitthvað gerðist í lok október þannig að hann hefur að öllum líkindum farið uppí eða undir bíl og fengið far í Kópavoginn. Hann hafði verið feitur og pattaralegur þegar hann hvarf en var orðinn spengilegur þegar ég hitti hann. Um daginn þurfti ég að skreppa til mömmu minnar sem á heima handan Hafnarfjarðarvegar. Þetta var að kvöldi til og ég kaus að vanda að ganga yfir hið forna Kópavogstún. Þar sé ég að bíll hefur lagt við Kópavogsbæinn gamla og mér flaug í haug; díler eða hundaeigandi. Ég gekk áfram og sá að eitthvað rautt skaust úti myrkrið; hundur með ljósaól. Áfram gekk ég og stansaði stuttlega á túninu til að virða fyrir mér stjörnur himins þá verð ég vör við eitthvað við fætur mér; frisbí og hundur! Gerðu svo vel og kastaðu sagði hundurinn og áttaði sig á því að þetta var röng manneskja! Af látbragði hans að dæma hugsaði hann svo: Ok skiptir ekki máli hver þú ert gerðu svo vel hér er frisbí og kastaðu! Auðvitaði skutlaði ég frisbíinu út í myrkrið og hann þaut á eftir því og sótti og lagði sex sinnum enn við fætur mér. Hundeigandinn var skammt frá mér og við spjölluðum um það hversu mikið það gleður hunda að leika sér að sækja svona leikfang. Í raun og veru vitum við ekkert um hvað hundurinn er að hugsa nákvæmlega við þessa athöfn. Skiptir ekki máli. Í næstu ferð ákvað hundurinn að sjá aumur á mannveru sinni og lét honum eftir að kasta frisbí út í náttmyrkrið. Ég hélt áfram mína leið. Sagði mömmu gömlu (95 ára) frá þessu atviki. Hún hafði gaman af eins og ég. Það eru svona atvik í hversdagslífinu sem að "sätter guldkant på tillvaron".
Sumardagurinn annar er á morgun en þá er foropnun á sýningu minni "Wörður vinur mínar" í Listasal Mosfellsbæjar. Sumir hafa enga hugmynd um hvar Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur en ég skal lýsa því hér. Í Mosfellsbæ er bygging sem kallast Kjarni. Þar eru skrifstofur Mosfellbæjar til húsa, Bókasafn, hárgreiðslustofa og síðast en ekki síst í upptalningunni; Vínbúð! Hér er kort og þar sem er rauður punktur og á stendur Mosfellsbær þar er byggingin. Það er hægt að leggja fyrir neðan hús eða ofan. Fyrir neðan: Maður fer inn í kjallaran, þar verður Vínbúðin á vinstri hönd og svo upp með rúllustiga og þar fer maður inn á Bókasafnið og áfram inn í Listasalinn.
Fyrir ofan: Maður kemur inn í stórt rými og heldur inn til hægri, inn á Bókasafn og áfram í Listasalinn. Aðeins stærra kort hér fyrir neðan. Gleðilegt sumar, jafnt fyrsta, annan og þriðja í sumri. Velkomin á opnun á morgun og hinn. Sumardagurinn annar kemur á eftir sumardaginn fyrsta. Sumardaginn ANNAN ætla ég að vera með Foropnun. Væntanlega Fordrykki líka.
Sumardaginn ÞRIÐJA ætla ég að vera meða AÐALopnun. Þá verð ég auðvitað með AÐALdrykki í boði. Þetta snýst svoltíðið um það að þeir sem ekki komast á opnun um helgi, t.d. fréttamenn þeir gætu komist á föstudegi sem og margir vina og kunningja minna. Svo er heill hellingur sem á betur með að koma á opnun á laugardegi. Ég er orðin spennt og alls ekki búin að öllu. Þetta er meira en jólin. Þetta verður fyrsta einkasýning mín í a.m.k. fimm ár. Maður hendir saman í köku, reyndar geri ég það ekki hef ekki bakað kökur lengi, komin úr æfingu. Gat einu sinni hent í brauð, blindandi. Ég get ekki heldur hent saman í sýningu heldur er ég árum saman að safna í sarpinn áður en hugmyndirnar verð skýrar og ég treysti mér til að berja þær saman í vef. Núna á ég til slatta af verkum sem ég vann að í tæp tvö ár í vefstólnum en undanfarinn að því verki voru örugglega tvö ár þar sem ég reikaði um Mosfellsheiði á skíðum og einu sinni á hjóli. Ég heimsótti drauga, vörður, og fagra snjóskafla og hugmyndir fóru á kreik í höfðinu. Ein hugmynd varð síðan að veruleika í verkinu "Veðurfregnir" sem var seinasta s.k. einkasýningin mín (einkasýning er þegar maður sýnir einn, en ég var sko ekki ein í húsnæðinu, annar maður sýndi sín verk á efri hæðinni). Nú stefni ég aftur á einkasýningu að þessu sinni verður hún í listasal Mosfellsbæjar apríl - maí 2022. Af hverju í ósköpunum þar? Já lesandi góður það eru ástæður fyrir því og þær sér maður skýrast í listasal Mosfellsbæjar. Næsta skref er að hitta samstarfsmenn mína og vini sem munu aðstoða mig við að setja upp. Það verður á morgun, þ.e. að við hittumst svo fremi sem veður leyfir. Kannski stjórna þeir, kannski ekki. Líklega verður þetta samstarf.
En sem sagt eftir rúman mánuð á sumardaginn annan mun ég opna sýningu á verkum mínum sem að eru afsprengi ráfs míns um Mosfellsheiði. |
AuthorAnna María Lind, MA Textile Art Winchester School of Art. Categories
All
|